Blogghistorik: 2012 N/A Blog|Month_1

31.01.2012 11:08

Aftaná keyrslur og höfuðpúðar

Áhugavert viðtal um afleiðingar þegar ekið er aftaná. Aftanákeyrsla

24.01.2012 18:07

Ótitlað


mynd: Jóhann Björn Arngrímsson

Munið að skafa allan snjó af bifreiðinni. Snjór á toppi getur runnið af bifreiðinni þegar snögg hemlað er. Það getur hindrað útsýni út um framrúðuna eins getur snjórinn fokið á næstu bifreið og hindrað sýn þess ökumanns. Munið einnig að skafa vel frostíð af öllum rúðum áður en lagt er af stað.


þetta er ekki ásættanlegt.

24.01.2012 12:33

Ótitlað

Helmingur látinna 17 ára og yngri

Myndin er úr safni. stækka

Myndin er úr safni. Eggert Jóhannesson

Tólf létust í banaslysum í umferðinni í fyrra en helmingur þeirra voru ungmenni 17 ára og yngri og er það óvenju hátt hlutfall samanborið við undanfarin ár, samkvæmt Umferðarstofu.Þrjú af þeim sem létust voru 17 ára ökumenn bifreiða og einn jafnaldri þeirra var farþegi í bíl. 13 ára stúlka og 5 ára stúlkubarn létust þegar þær urðu fyrir bíl en fjórir af þeim sem létust í umferðinni í fyrra voru fótgangandi og er það einnig óvenju hátt hlutfall miðað við undanfarin ár.

Sjá nána á mbl.is

23.01.2012 14:11

Verðbreytingar.

Gjaldskrárbreyting.
Frá og með áramótum hækkar verð fyrir kennslustundina (45mín) úr 7500 kr í 8000 kr. Hækkunin er eins hófleg og hægt er þar sem gjaldskráin hefur verið sú sama síðan des 2009. Leiga á bifreið í próf verður 6500 kr

21.01.2012 17:09

sms og akstur

Að aka bifreið er full vinna.

Að senda sms, mms og hvað þetta allt heitir á ekki við. Að vera á netinu á heldur ekki við. Einfaldlega látið símann vera. Neyta matar eða drykkjar á heldur ekki við. Að mála sig eða bera á sig varalit á heldur ekki við.

Munið að hafa fulla athygli við aksturinn þannig komumst við heil heim.

Myndband sem vert er að skoða sjáið sérstaklega viðbrögð barnanna. Viljum við valda svona kvöl.

19.01.2012 18:01

Ölvunarakstur og hraðakstur

Ábending

Ölvunarakstur og hraðakstur

Ölvunarakstur og hraðakstur eru meðal algengustu orsaka banaslysa í umferðinni. Ökumaðurinn sem fórst var bæði ölvaður og ók of hratt. Það verður seint brýnt nægjanlega fyrir ökumönnum hversu mikið hættuspil ölvunarakstur og hraðakstur er. Ef áfengis er neytt fram á nótt getur það tekið líkamann langt fram á næsta dag að losa sig við það úr blóðinu. Ekki er óhætt að aka bifreið fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu og ökumenn hafa hvílst vel.
(úr skýrslu RNU 2010)

10.01.2012 12:23

vetrarveður.

Nú er allra veðra von og oft ekki hundi út sigandi. Endilega farið varlega í þessari færð því slysin gera ekki boð á undan sér. Ekki fara út bara til að fara út. Það er nefnilega oft sem við förum út nánast að óþörfu. Höldum okkur bara heima við ef við getum. Það hefur nefnilega aldrei orðið það vont veður að því ljúki ekki og það er best að bíða það bara af sér.

04.01.2012 18:24

Reynslusaga

 
Jón Geir Ólafsson bað um að þessu yrði dreift: "Ég upplifði skelfilegan atburð í dag (4-1) og er óendanlega þakklátur fyrir að það fór betur en á horfðist. Þannig var að við fórum á Selfoss í dag með tilheyrandi snúningum þar í bæ en ég var að keyra eftir götu þar sem bæði er leikskóli og grunnskóli og var meðvitaður um það og fór því rólega ca 25 til 30 kmh en þarna eru snjóruðningar og hálka o......g einnig sól lágt á lofti, þá gerist það að barn kemur hlaupandi út á götuna ég beigi frá og reyni að afstýra árekstri en á ekki möguleika það kemur smellur barnið lendir uppá húdd og síðan í götunni, ég segi Ólöfu Rögnu að hringja í 112 ætla ekki að reina að lýsa því hér hvað ég hugsaði þegar ég hljóp útúr bílnum, en þó var það léttir að sjá strákinn sitjandi og með meðvitund og eftir litla stund vildi hann bara halda áfram labbandi heim, en auðvita var beðið eftir sjúkrabíl og síðan farið í tékk á sjúkrahúsið, en þetta fór vel sem betur fer. En mig langar að biðja ykkur ágætu vinir að deila þessu því nú eru skólarnir að byrja og enn meiri ástæða til að fara með gát þar sem börn eru á ferð og ég vil engum að þurfa lenda í svona kringumstæðum."

03.01.2012 11:52

Hækkun prófagjalda.

Nú um áramótin tók gildi ný gjaldskrá fyrir umferðaröryggisgjald US. Breytingin hefur þegar tekið gildi og verður innheimt samkvæmt henni frá og með deginum í dag 3-1-2012
.

Fyrir hvert skriflegt próf í öllum réttindaflokkum      800 kr. (var 500)

Fyrir hvert verklegt próf í öllum réttindaflokkum      1600 kr. (var 1000)

 

PRÓF, SKRIFLEG Fræðileg próf m/gjöldum: 2.900 kr.
Verklegt próf réttindaflokk B (bifreið)             8.000 kr.

 

 

  • 1
Antal sidvisningar idag: 231
Antal unika besökare idag: 49
Antal sidvisningar igår: 2178
Antal unika besökare igår: 193
Totalt antal sidvisningar: 169059
Antal unika besökare totalt: 26079
Uppdaterat antal: 29.4.2024 11:03:17

Arney ökukennsla

Namn:

Karl Einar Óskarsson

Mobilnummer:

847-2514

Postadress:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Telefonnummer hem:

423-7873

Om:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Länkar