Viðvörunarmerki








Hættuleg beygja til hægri - A01.11
Viðvörunarmerki eru til að vara okkur við hættum framundan. Flokkurinn heitir í samræmi við hvað þau segja,
VARA VIÐ = VIÐVÖRUNARMERKI. Öll viðvörunarmerki eru þríhyrnd og með oddinn upp nema biðskyldan hún er með oddinn niður.

Hættuleg beygja til hægri
- A01.11
Merki þetta ber að nota fyrir framan einstaka hægri beygju(ein hættuleg beygja framundan) sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er stutt.

Hættuleg beygja til vinstri - A01.12 Hættuleg beygja til vinstri - A01.12
Merki þetta ber að nota fyrir framan einstaka vinstri beygju(ein hættuleg beygja framundan) sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er stutt.
Hættulegar beygjur, sú fyrsta til hægri - A01.21

Hættulegar beygjur, sú fyrsta til hægri
- A01.21
Merki þetta ber að nota fyrir framan vegarkafla þar sem tvær eða fleiri hættulegar beygjur eru, hvor eða hver nálægt annarri. Ef beygjur eru fleiri en tvær skal tilgreina lengd hins hættulega vegar­kafla á undirmerki J02.11.
Hættulegar beygjur, sú fyrsta til vinstri - A01.22

Hættulegar beygjur, sú fyrsta til vinstri
- A01.22
Merki þetta ber að nota fyrir framan vegarkafla þar sem tvær eða fleiri hættulegar beygjur eru, hvor eða hver nálægt annarri. Ef beygjur eru fleiri en tvær skal tilgreina lengd hins hættulega vegar­kafla á undirmerki J02.11.
Hættuleg vegamót - A05.11

Hættuleg vegamót
- A05.11
Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt þykir áður en komið er að vegamótum þar sem umferð frá hægri hefur forgang,
( mikilvæt er að muna þetta )
 enda sé vegsýn slæm eða aðrar ástæður mæli sérstaklega með notkun merkisins. Ekki skal nota merkið í þéttbýli nema sérstakar ástæður mæli með því.
Biðskylda - A06.11

Biðskylda
- A06.11
Merki þetta ber að nota við vegamót þar sem ökumönnum ber að veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang. Ef ástæða þykir til að vara sérstaklega við að framundan sé bið ­eða stöðvunarskylda, má setja merkið upp áður en komið er að vegamótum. Þá er notað undirmerki til að tilgreina fjarlægð,
( mikilvæt er að muna að þetta er eina VIÐVÖRUNARMERKIРþar sem oddurinn snýr niður. )J01.11 fyrir biðskyldu en J42.11 fyrir stöðvunarskyldu
Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang - A07.11

Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang
- A07.11
Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, ( Þeir sem koma frá hægri eða vinstri eiga að bíða en samt þarf að passa sig á þeim ) enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðarveginn.
Hættuleg vegamót til hægri þar sem umferð á vegi hefur forgang - A07.21

Hættuleg vegamót til hægri þar sem umferð á vegi hefur forgang
- A07.21
Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi til hægri, enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðarveginn.
Flettingar í dag: 327
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 242
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 166266
Samtals gestir: 25685
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 20:29:04

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar