04.01.2012 18:24

Reynslusaga

 
Jón Geir Ólafsson bað um að þessu yrði dreift: "Ég upplifði skelfilegan atburð í dag (4-1) og er óendanlega þakklátur fyrir að það fór betur en á horfðist. Þannig var að við fórum á Selfoss í dag með tilheyrandi snúningum þar í bæ en ég var að keyra eftir götu þar sem bæði er leikskóli og grunnskóli og var meðvitaður um það og fór því rólega ca 25 til 30 kmh en þarna eru snjóruðningar og hálka o......g einnig sól lágt á lofti, þá gerist það að barn kemur hlaupandi út á götuna ég beigi frá og reyni að afstýra árekstri en á ekki möguleika það kemur smellur barnið lendir uppá húdd og síðan í götunni, ég segi Ólöfu Rögnu að hringja í 112 ætla ekki að reina að lýsa því hér hvað ég hugsaði þegar ég hljóp útúr bílnum, en þó var það léttir að sjá strákinn sitjandi og með meðvitund og eftir litla stund vildi hann bara halda áfram labbandi heim, en auðvita var beðið eftir sjúkrabíl og síðan farið í tékk á sjúkrahúsið, en þetta fór vel sem betur fer. En mig langar að biðja ykkur ágætu vinir að deila þessu því nú eru skólarnir að byrja og enn meiri ástæða til að fara með gát þar sem börn eru á ferð og ég vil engum að þurfa lenda í svona kringumstæðum."
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 165067
Samtals gestir: 25384
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 23:17:16

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar