Blog records: 2010 N/A Blog|Month_330.03.2010 11:52Umferðin35% fækkun slysa á Suðurnesjum. Ánægjulegar tölur byrtust í frétt á morgunblaðsvefnum um fækkun slysa. Ég held að það megi rekja til bættrar ökukennslu og hertra viðurlaga. En betur má ef duga skal. Written by Karl Einar 28.03.2010 16:17Ökuskóli 3Ökunemar sem eru fæddir 1994, eða þeir sem hefja ökunám eftir 01.01.2010 eru skyldugir til að fara í Ö3 (Ökugerði/skrikvagn/forvarnarhús) og því er ekki gert ráð fyrir neinni sprengju í aðsókn svona fyrst um sinn. Ö1 verður áfram 12 kennslustundir. Ö2 verður styttur í 10 kennslustundir. Ö3 verður 5 tímar, 2 verklega tíma og 2 tímar sem verða blanda af sýni- og fræðilegri kennslu og svo einn tími í fræðilegu námi. Svona virkar skrikvagn! Written by Karl Einar 22.03.2010 21:30Ólöglega lagt.Alveg er það með eindæmum hvað íslendingar eru sporlatt fólk. Ók framhjá einni líkamsræktarstöðinni um daginn þar sem fólk borgar fúlgu fjár fyrir að hlaupa á einhverjum brettum. Fyrir framan þessa stöð taldi ég eina 15 bíla sem ekki var lagt löglega þó svo að bílastæðin væru næg en bara aðeins lengra frá þeim stað sem þessum bifreiðum var lagt. Legg ég til að þessir einstaklingar lýti á þessa metra sem bætast við með því að leggja löglega sem upphitun fyrir brettin góðu. LEGGJUM LÖGLEGA ÞAÐ ER OKKUR ÖLLUM TIL HAGSBÓTA!!! Written by Karl Einar
Today's page views: 617 Today's unique visitors: 14 Yesterday's page views: 562 Yesterday's unique visitors: 48 Total page views: 386699 Total unique visitors: 52312 Updated numbers: 14.9.2025 09:15:41 |
Arney ökukennsla Name: Karl Einar ÓskarssonCell phone: 847-2514Email: arney@arney.isAddress: Heiðarhorn 3 KeflavíkPhone: 423-7873About: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Links
Archive
|
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel