31.05.2010 11:37HringtorgHér er eitt hringtorgið enn sennilega það verst hannaða hringtorg landsins frá umferðaröryggi séð. Skrifað af Karl Einar 26.05.2010 17:51Umferðarslys.Það er áhugaverðar myndir og frásögn á www.vf.is ( Víkurfréttir ) Skrifað af Karl Einar 20.05.2010 11:18UmferðarmerkiEr ekki rétt að skoða uppsetningu umferðarmerkja í Reykjanesbæ. Skrifað af Karl Einar 14.05.2010 07:30slysagildraHvernig lýst ykkur á þetta. Skrifað af Karl Einar 12.05.2010 17:02SlysagyldraNú hef ég í hyggju að taka myndir af þeim stöðum í Keflavík og Njarðvík þar sem mér finnst athugavert og hvað mér finnst gott Í umferðarfræðilegum tilvikum. Byrjum á einu slæmu. Samkvæmt EURORAP þá er gert ráð fyrir slysum en spurning þeirra er hvernig lámörkum við skaðann sem verður. Þetta hringtorg er þakið grjót og um daginn lenti eldri kona upp á hringtorgið og varð 600þ krónu tjóni. Er það ásættanlegt að leggja slysagildru við nýframkvæmdir??? Skrifað af Karl Einar 07.05.2010 22:30Sýnileiki hjólsins.Bara svona að minna fólk á hvað hjólið er lítt sjáanlegt í umferðinni. Skrifað af Karl Einar 07.05.2010 12:34Meðferð alþingis.Jæja gott fólk þá er alþingi byrjað að fjalla um umferðarlögin og verður gaman að sjá hvort að einhver metnaður verðu í okkar háttvirtu alþingismönnum í þessu máli. Eins og ég hef fjallað um hér á síðunni undanfarið þá er ýmislegt sem ekki á að vera þarna að mínu mati og eins markt sem á sko heima þar. Von mín er sú að ekki verði kasta til hendinni við umfjöllun og afgreiðslu laganna. Til að mynda þetta með ögyggisbeldin á hjól sem búin eru veltigrind. Er krassbar veltigrind? Skrifað af Karl Einar 26.04.2010 21:56Öryggis og vermdarbúnaðurXIII. KAFLI Hver sá sem situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð.Um notkun öryggis- og verndarbúnaðar. 74. gr. Öryggisbelti og annar öryggis- og verndarbúnaður í bifreiðum. Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum 150 sm á hæð eða lægra. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal nota öryggisbelti fyrir barnið. Barn sem er 150 sm á hæð eða lægra má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið. Barn yngra en þriggja ára má ekki vera farþegi í fólks-, sendi- eða vörubifreið nema hún sé með viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði ætluðum börnum, sbr. 2. mgr. Eigi er skylt að nota öryggis- eða verndarbúnað þegar ekið er aftur á bak eða við akstur á bifreiðastæði eða við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður. Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað skv. 1.-4. mgr. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun, gerð og notkun öryggis- og verndarbúnaðar fyrir ökumann og farþega ökutækis. Þar skal m.a. kveðið á um skyldu til að tilkynna farþegum um skyldubundna notkun öryggisbelta. Ráðherra setur þar jafnframt reglur um undanþágu frá skyldu til að nota slíkan búnað, m.a. við sérstakan akstur. 75. gr. Hver sá sem er á ferð á bifhjóli eða öðru vélknúnu ökutæki sem er opið og án verndarbúnaðar skal nota hlífðarhjálm ætlaðan til slíkra nota. Ökumaður ber ábyrgð á að farþegi noti hlífðarhjálm.Öryggis- og verndarbúnaður á bifhjólum. Ökumaður og farþegi sem falla undir 1. mgr. skulu nota annan hlífðarfatnað og búnað við akstur eftir því sem við á. Eigi er skylt að nota hlífðarhjálm við akstur bifhjóls á bifreiðastæði eða við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður. Hver sá sem situr í sæti bifhjóls sem búið er öryggisbelti og veltigrind skal nota beltið þegar bifhjólið er á ferð. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun, gerð og notkun hlífðarfatnaðar og annars hlífðarbúnaðar ökumanns og farþega bifhjóls og vélknúins ökutækis án verndarbúnaðar. Ráðherra getur sett ákvæði í reglugerð um undanþágu frá notkun hlífðarhjálms við sérstakar aðstæður. 76. gr. Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.Notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar o.fl. Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar barn hefur fengið læknisvottorð sem undanþiggur það notkun hlífðarhjálms af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum. Lögregla og foreldrar skulu vekja athygli barna á skyldu skv. 1. mgr. Ráðherra er heimilt að setja ákvæði í reglugerð um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar, svo og ákvæði um endurskinsfatnað og annan útbúnað vegna öryggis vegfarenda í umferð til að gera þá sýnilega. Hér hefði ég viljað sjá hjálmaskildu á reiðhjólum og endurskinsfatnaðinn á mótorhjólin. Skrifað af Karl Einar 23.04.2010 13:58Hækkun aldurstakmarka.Ég verð nú að segja að þetta finnst mér vera alger steypa að hækka aldurinn fyrir bifhjólið í 22 ár hækkum það eins og B réttindin í 18 ár er alveg sáttur við það. Skrifað af Karl Einar 18.04.2010 10:14Kennsluefni fyrir hjólafólk.Nú eru konur og menn farin að taka bifhjólin sín fram. Ég vil biðja ykkur kæra bifhjólafólk að fara vel yfir hjólin ykkar og rifja upp reglur um akstur bifhjóla. Endilega skoðið eftirfarandi linka ykkur til fróðleiks. Hópakstur og merkjamál hjólafólks. Merkjamálsbæklingur fyrir mótorhjólafólk. Hluti af lokaverkefni í kennslufræðum 2009 Sýnileiki hjólsins og merkjamál powerpoint. Hluti af lokaverkefni í kennslufræðum 2009 Von mín er sú að þið hafið gagn og gaman af þessu. Skrifað af Karl Einar 16.04.2010 15:09Akstur bifhjóla.43. gr.
Almennar reglur um akstur bifhjóla. Bifhjóli má eigi aka samhliða öðru ökutæki, nema þegar ekið er samhliða öðru bifhjóli á sömu akrein í þéttbýli, enda sé hámarkshraði þar eigi meiri en 60 km á klst. og aðstæður leyfa slíkt. (Er þessi regla til bóta? ég dreg stórt ? merki við þetta nema á gatnamótum) Skrifað af Karl Einar 15.04.2010 11:41Tillaga um aukinn hraða.36. gr.
Almennar hraðatakmarkanir. Hraðamörk á vegum skulu ákveðin að teknu tilliti til m.a. umhverfissjónarmiða, skilvirkni samgangna og umferðaröryggis vegfarenda. Hraðinn hefur gífurlega mikið að segja til um hversu alvarleg slysin verða. Eftir því sem hraðinn eykst þeim mun alvarlegri verða slysin en allar tölur sýna það. Í þeim slysum, þar sem hægt var að leggja mat á hraða ökutækja, var sýnt að meðalhraði í banaslysum var 108 km á km á klst. Í slysum með miklum meiðslum var hann 81 km á klst. og 69 km á klst. í slysum þar sem einungis hlutust lítil meiðsli (sbr. Rannsóknarnefnd umferðarslysa 2008:20). Ef hraðinn yrði aukinn á Reykjanesbrautinni má ætla að það myndi auka alvarleika slysanna. Með auknum hraða eykst vegalengdin sem það tekur að stöðva bifreiðina líkt og sjá má á mynd17 hér á eftir. Myndin sýnir stöðvunarvegalengd bifreiðar miðað við að ekið sé á 90 km á klst (gula línan) og svo þegar ekið er á 110 km á klst (rauða línan) við bestu mögulegu aðstæður. Þegar aðstæður versna t.d. í bleytu eða hálku má ætla að þessi stöðvunarvegalengd lengist enn frekar. 27
Hraði / 4 = Viðbragðsvegalengd (VVL) Hraði / 10 = X² Hemlunarvegalengd (HVL) VVL + HVL = Stöðvunarvegalengd (SVL) (sbr. Grímur Bjarndal 2009). VVL HVL SVL Tafla 4: Stöðvunarvegalengd eftir hraða miðað við bestu aðstæður, þurrt og bjart (Grímur Bjarndal 2009). Skrifað af Karl Einar 15.04.2010 08:15Stefnumerki/stefnuljós.31. gr. Þegar nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir eða afstýra hættu skal ökumaður gefa hljóð- eða ljósmerki eða á annan hátt vekja athygli annarra vegfarenda á hættunni. Merki skal gefa þannig að sem minnstum óþægindum valdi, og ekki að nauðsynjalausu. Hljóðmerki í tengslum við framúrakstur má einungis nota utan þéttbýlis. Hljóðmerki má eigi nota lengur en nauðsyn ber til. Þegar myrkur er skal ökumaður vélknúins ökutækis gefa ljósmerki í stað hljóðmerkis, nema um yfirvofandi hættu sé að ræða. Ljósmerki skal gefa með því að blikka háljósum eða lágljósum. Ökumaður skal með góðum fyrirvara veita öðrum vegfarendum upplýsingar um fyrirhugaða akstursstefnu sína. Upplýsingar eru veittar með því að gefa stefnumerki með stefnuljósi á vélknúnu ökutæki, en annars með því að rétta út hönd. Stefnumerki skal gefa áður en ökumaður:
Í öðrum tilvikum en greinir í a-j-lið 2. mgr., skal ökumaður enn fremur á sama hátt gefa stefnumerki ef hann má ætla að slíkt geti komið öðrum vegfarendum að gagni eða stuðlað að gagnkvæmum skilningi vegfarenda á milli. Ökumaður, sem ætlar að stöðva ökutæki eða draga snögglega úr hraða þess, skal gefa merki öðrum til leiðbeiningar. Merkið skal gefa með hemlaljósi eða hættuljósi (hazardljósin) á vélknúnu ökutæki, en annars með því að rétta upp hönd. Merki samkvæmt 2.-4. mgr. skal gefa tímanlega og á greinilegan og ótvíræðan hátt, áður en stefnu ökutækis er breytt, snögglega dregið úr hraða þess eða það er stöðvað. Merkjagjöf skal hætt þegar hún á ekki lengur við. Merkjagjöf leysir ökumann ekki undan varúðarskyldu. Það segir að þú verður alltaf að hafa varann á þér.. Skrifað af Karl Einar 11.04.2010 10:02Þingáligtunartillaga.Á næstu dögum mun ég taka það sem mér finnst áhugavert út úr þingsályktunartillögu um ný umferðarlög og vona ég lesendur góðir að þið skrifið einnig athugasemdir við færslurnar. Fyrst tek ég fyrir 45 grein en hún fjallar um ölvunarakstur. Hér er áfengismagnið minnkað en ég vildi sjá 0 þarna. En mér var bent á að sósa, súpa og margt annað inniheldur oft áfengi sem mælist. Þess vegna var ekki farið neðar og eru það rök. En næst síðasta málsgreinin er alveg út í hött. Ef hjólreiðarmaður eða reiðmaður getur stunið upp já ég er hæfur til að gera þetta örugglega þá er hann hæfur! Hverslags bull er þetta. Hvað finnst ykkur um þetta. 45. gr. Enginn má stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum áfengis. Skrifað af Karl Einar Flettingar í dag: 69 Gestir í dag: 12 Flettingar í gær: 82 Gestir í gær: 12 Samtals flettingar: 300265 Samtals gestir: 44878 Tölur uppfærðar: 6.4.2025 20:21:48 |
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is