Færslur: 2010 Apríl

26.04.2010 21:56

Öryggis og vermdarbúnaður

XIII. KAFLI
Um notkun öryggis- og verndarbúnaðar.
74. gr.
Öryggisbelti og annar öryggis- og verndarbúnaður í bifreiðum.
    Hver sá sem situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð.
    Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum 150 sm á hæð eða lægra. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal nota öryggisbelti fyrir barnið.
    Barn sem er 150 sm á hæð eða lægra má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið.
    Barn yngra en þriggja ára má ekki vera farþegi í fólks-, sendi- eða vörubifreið nema hún sé með viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði ætluðum börnum, sbr. 2. mgr.
    Eigi er skylt að nota öryggis- eða verndarbúnað þegar ekið er aftur á bak eða við akstur á bifreiðastæði eða við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.
    Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað skv. 1.-4. mgr.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun, gerð og notkun öryggis- og verndarbúnaðar fyrir ökumann og farþega ökutækis. Þar skal m.a. kveðið á um skyldu til að tilkynna farþegum um skyldubundna notkun öryggisbelta. Ráðherra setur þar jafnframt reglur um undanþágu frá skyldu til að nota slíkan búnað, m.a. við sérstakan akstur.

75. gr.
Öryggis- og verndarbúnaður á bifhjólum.
    Hver sá sem er á ferð á bifhjóli eða öðru vélknúnu ökutæki sem er opið og án verndarbúnaðar skal nota hlífðarhjálm ætlaðan til slíkra nota. Ökumaður ber ábyrgð á að farþegi noti hlífðarhjálm.
    Ökumaður og farþegi sem falla undir 1. mgr. skulu nota annan hlífðarfatnað og búnað við akstur eftir því sem við á.
    Eigi er skylt að nota hlífðarhjálm við akstur bifhjóls á bifreiðastæði eða við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.
    Hver sá sem situr í sæti bifhjóls sem búið er öryggisbelti og veltigrind skal nota beltið þegar bifhjólið er á ferð.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun, gerð og notkun hlífðarfatnaðar og annars hlífðarbúnaðar ökumanns og farþega bifhjóls og vélknúins ökutækis án verndarbúnaðar.
    Ráðherra getur sett ákvæði í reglugerð um undanþágu frá notkun hlífðarhjálms við sérstakar aðstæður.

76. gr.
Notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar o.fl.
    Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.
    Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar barn hefur fengið læknisvottorð sem undanþiggur það notkun hlífðarhjálms af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum.
    Lögregla og foreldrar skulu vekja athygli barna á skyldu skv. 1. mgr.
    Ráðherra er heimilt að setja ákvæði í reglugerð um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar, svo og ákvæði um endurskinsfatnað og annan útbúnað vegna öryggis vegfarenda í umferð til að gera þá sýnilega.     Hér hefði ég viljað sjá hjálmaskildu á reiðhjólum og endurskinsfatnaðinn á mótorhjólin.

23.04.2010 13:58

Hækkun aldurstakmarka.

Ég verð nú að segja að þetta finnst mér vera alger steypa að hækka aldurinn fyrir bifhjólið í 22 ár hækkum það eins og B réttindin í 18 ár er alveg sáttur við það.

56. gr.
Ökuréttindaflokkar.
A-flokkur:
Réttindi til að stjórna bifhjóli á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, meðslagrými yfir 50 cm3, sé það búið brunahreyfli og hannað til hraðari aksturs en 45km/klst. á þremur eða fleiri hjólum með afl meira en 15 kW, jafnframt réttindi til aðstjórna bifhjóli í A1- og A2-flokki, léttu bifhjóli í AM-flokki og beltabifhjóli. Ökuskírteinifyrir A-flokk má veita þeim sem er orðinn 22 árs með því skilyrði að hann hafia.m.k. í tvö ár haft ökuskírteini fyrir A2-flokk eða hann sé orðinn 24 ára og hafi lokiðnámi og prófi fyrir A-flokk.

5. B-flokkur: Réttindi til að stjórna bifreið sem gerð er fyrir átta farþega eða færri auk ökumanns,3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd og er með eða án eftirvagns sem er750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd, svo og með eftirvagn að leyfðri heildarþyngdmeira en 750 kg, enda sé vagnlest 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.B-flokkur veitir jafnframt réttindi til að stjórna bifhjóli á þremur, fjórum eða fleiri hjólum í A1-, A2- eða A-flokki, léttu bifhjóli í AM-flokki, dráttarvél í T-flokki, beltabifhjóliog vinnuvél. Ökuskírteini fyrir B-flokk má veita þeim sem er orðinn 18 ára.

18.04.2010 10:14

Kennsluefni fyrir hjólafólk.

Nú eru konur og menn farin að taka bifhjólin sín fram. Ég vil biðja ykkur kæra bifhjólafólk að fara vel yfir hjólin ykkar og rifja upp reglur um akstur bifhjóla. Endilega skoðið eftirfarandi linka ykkur til fróðleiks.
Hópakstur og merkjamál hjólafólks.
Merkjamálsbæklingur fyrir mótorhjólafólk. Hluti af lokaverkefni í kennslufræðum 2009
Sýnileiki hjólsins og merkjamál powerpoint. Hluti af lokaverkefni í kennslufræðum 2009

Von mín er sú að þið hafið gagn og gaman af þessu.

16.04.2010 15:09

Akstur bifhjóla.

43. gr.
Almennar reglur um akstur bifhjóla.

    Bifhjóli má eigi aka samhliða öðru ökutæki, nema þegar ekið er samhliða öðru bifhjóli á sömu akrein í þéttbýli, enda sé hámarkshraði þar eigi meiri en 60 km á klst. og aðstæður leyfa slíkt. (Er þessi regla til bóta? ég dreg stórt ? merki við þetta nema á gatnamótum)
    Bifhjóli má eigi aka á gangstétt eða göngustíg, nema skilyrði 2. mgr. 26. gr. eigi við.
    Á bifhjóli og hliðarvagni þess má eigi flytja fleiri farþega en ökutækið er ætlað til.
    Óheimilt er að flytja farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður sé 20 ára eða eldri, enda sé bifhjólið til þess ætlað.
    Barn sem er 150 sm eða lægra að líkamshæð má ekki vera farþegi á bifhjóli.
    Ökumaður og farþegi bifhjóls skulu að jafnaði hafa báða fætur á fótstigum eða fóthvílum, báðar hendur á stýri og bæði (öll) hjól bifhjólsins á vegi þegar það er á ferð.

15.04.2010 11:41

Tillaga um aukinn hraða.

 

36. gr.
Almennar hraðatakmarkanir.

    Hraðamörk á vegum skulu ákveðin að teknu tilliti til m.a. umhverfissjónarmiða, skilvirkni samgangna og umferðaröryggis vegfarenda.
    Í þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst., nema sérstakar ástæður mæli með hærri hraðamörkum og umferðarmerki gefi það til kynna.
    Utan þéttbýlis má ökuhraði ekki vera meiri en 80 km á klst. á vegum með malarslitlagi og vegum með einni akrein með bundnu slitlagi, en 90 km á klst. á öðrum vegum með bundnu slitlagi.
    Á fáförnum vegum með bundnu slitlagi og tveimur akreinum má ökuhraði vera allt að 100 km á klst.
    Ákveða má hærri hraðamörk á vegum, þó eigi meira en 110 km á klst., ef akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil umferðaröryggissjónarmið eigi gegn því. ( Hér er ég ekki sammála þar sem við aukinn hraða eykst hættan á dauðaslysum og alvarlegri áverkum)
    Ákveða má lægri hraðamörk þar sem æskilegt þykir til öryggis eða af öðrum ástæðum.
    Á afmörkuðum bifreiðastæðum og í bílastæðahúsum skal ökuhraði ákveðinn að hámarki 15 km á klst.
    Ráðherra setur í reglugerð, að fengnum tillögum Vegagerðarinnar, nánari ákvæði um þær tegundir vega þar sem heimilt er að ákveða minni eða aukinn hámarkshraða, þar á meðal um rafræna stjórnun hraða á vegum.

Hér fyrir neðan er  vitnað í lokaritgerðina um Reykjanesbrautina.

2.3 Hraði

Hraðinn hefur gífurlega mikið að segja til um hversu alvarleg slysin verða. Eftir því sem hraðinn eykst þeim mun alvarlegri verða slysin en allar tölur sýna það. Í þeim slysum, þar sem hægt var að leggja mat á hraða ökutækja, var sýnt að meðalhraði í banaslysum var 108 km á km á klst. Í slysum með miklum meiðslum var hann 81 km á klst. og 69 km á klst. í slysum þar sem einungis hlutust lítil meiðsli (sbr. Rannsóknarnefnd umferðarslysa 2008:20). Ef hraðinn yrði aukinn á Reykjanesbrautinni má ætla að það myndi auka alvarleika slysanna. Með auknum hraða eykst vegalengdin sem það tekur að stöðva bifreiðina líkt og sjá má á mynd17 hér á eftir. Myndin sýnir stöðvunarvegalengd bifreiðar miðað við að ekið sé á 90 km á klst (gula línan) og svo þegar ekið er á 110 km á klst (rauða línan) við bestu mögulegu aðstæður. Þegar aðstæður versna t.d. í bleytu eða hálku má ætla að þessi stöðvunarvegalengd lengist enn frekar. 27


Mynd 17: Mislöng stöðvunarvegalengd eftir hraða. Mynd tekin í Kúagerði af Karli Einari Óskarssyni.

Hraði / 4 = Viðbragðsvegalengd (VVL) Hraði / 10 = X² Hemlunarvegalengd (HVL)

VVL + HVL = Stöðvunarvegalengd (SVL) (sbr. Grímur Bjarndal 2009).

                          VVL         HVL      SVL
90 km/klst.       22,5m     81m       103,5m
110 km/klst.     27,5 m   121 m    148,5m

Tafla 4: Stöðvunarvegalengd eftir hraða miðað við bestu aðstæður, þurrt og bjart (Grímur Bjarndal 2009).

15.04.2010 08:15

Stefnumerki/stefnuljós.

31. gr.

Merki og merkjagjöf.

Þegar nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir eða afstýra hættu skal ökumaður gefa hljóð- eða ljósmerki eða á annan hátt vekja athygli annarra vegfarenda á hættunni. Merki skal gefa þannig að sem minnstum óþægindum valdi, og ekki að nauðsynjalausu. Hljóðmerki í tengslum við framúrakstur má einungis nota utan þéttbýlis. Hljóðmerki má eigi nota lengur en nauðsyn ber til. Þegar myrkur er skal ökumaður vélknúins ökutækis gefa ljósmerki í stað hljóðmerkis, nema um yfir­vofandi hættu sé að ræða. Ljósmerki skal gefa með því að blikka háljósum eða lágljósum.

Ökumaður skal með góðum fyrirvara veita öðrum vegfarendum upplýsingar um fyrirhugaða akstursstefnu sína. Upplýsingar eru veittar með því að gefa stefnumerki með stefnuljósi á vélknúnu ökutæki, en annars með því að rétta út hönd. Stefnumerki skal gefa áður en ökumaður:

  1. beygir á vegamótum.
  2. ekur inn á og eftir frárein.
  3. ætlar að aka af aðrein og inn á veg.
  4. ekur að eða frá brún vegar.
  5. skiptir um akrein.
  6. ekur fram úr öðru ökutæki.
  7. vill gefa öðrum til kynna að honum sé óhætt að aka framúr.
  8. ekur inn í eða út úr bifreiðastæði.
  9. ekur út úr hringtorgi.
  10. ekur á ytri hring torgs fram hjá útkeyrslu af torginu.

Í öðrum tilvikum en greinir í a-j-lið 2. mgr., skal ökumaður enn fremur á sama hátt gefa stefnumerki ef hann má ætla að slíkt geti komið öðrum vegfarendum að gagni eða stuðlað að gagnkvæmum skilningi vegfarenda á milli.

Ökumaður, sem ætlar að stöðva ökutæki eða draga snögglega úr hraða þess, skal gefa merki öðrum til leiðbeiningar. Merkið skal gefa með hemlaljósi eða hættuljósi (hazardljósin) á vélknúnu ökutæki, en annars með því að rétta upp hönd.

Merki samkvæmt 2.-4. mgr. skal gefa tímanlega og á greinilegan og ótví­ræðan hátt, áður en stefnu ökutækis er breytt, snögglega dregið úr hraða þess eða það er stöðvað. Merkjagjöf skal hætt þegar hún á ekki lengur við.

Merkjagjöf leysir ökumann ekki undan varúðarskyldu. Það segir að þú verður alltaf að hafa varann á þér..

11.04.2010 10:02

Þingáligtunartillaga.

Á næstu dögum mun ég taka það sem mér finnst áhugavert út úr þingsályktunartillögu um ný umferðarlög og vona ég lesendur góðir að þið skrifið einnig athugasemdir við færslurnar. Fyrst tek ég fyrir 45 grein en hún fjallar um ölvunarakstur. Hér er áfengismagnið minnkað en ég vildi sjá 0 þarna. En mér var bent á að sósa, súpa og margt annað inniheldur oft áfengi sem mælist. Þess vegna var ekki farið neðar og eru það rök. En næst síðasta málsgreinin er alveg út í hött. Ef hjólreiðarmaður eða reiðmaður getur stunið upp já ég er hæfur til að gera þetta örugglega þá er hann hæfur! Hverslags bull er þetta. Hvað finnst ykkur um þetta.



45. gr.
Bann við ölvunarakstri.

    Enginn má stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum áfengis.
    Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,20%, en er minna en 1,20%, eða vínandamagn í lofti sem hann andar frá sér nemur 0,1 milligrammi í lítra lofts, en er minna en 0,60 milligrömm, eða ökumaður er undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans eða útöndun sé minna telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega.
    Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20% eða meira eða vínandamagn í lofti sem hann andar frá sér nemur 0,60 milligrömmum í lítra lofts eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki.
    Nú hefur ökumaður neytt áfengis við akstur eða fyrir hann þannig að vínandamagn í blóði hækkar eftir að akstri lauk, og skal þá litið svo á sem hið aukna vínandamagn hafi verið í blóði hans við aksturinn.
    Það leysir ökumann ekki undan sök þótt hann ætli vínandamagn minna en um ræðir í 2. og 3. mgr.
    Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega.
    Eigi má fela manni í því ástandi sem að framan greinir stjórn ökutækis.

  • 1
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 165218
Samtals gestir: 25426
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 08:05:43

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar