15.04.2010 08:15

Stefnumerki/stefnuljós.

31. gr.

Merki og merkjagjöf.

Þegar nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir eða afstýra hættu skal ökumaður gefa hljóð- eða ljósmerki eða á annan hátt vekja athygli annarra vegfarenda á hættunni. Merki skal gefa þannig að sem minnstum óþægindum valdi, og ekki að nauðsynjalausu. Hljóðmerki í tengslum við framúrakstur má einungis nota utan þéttbýlis. Hljóðmerki má eigi nota lengur en nauðsyn ber til. Þegar myrkur er skal ökumaður vélknúins ökutækis gefa ljósmerki í stað hljóðmerkis, nema um yfir­vofandi hættu sé að ræða. Ljósmerki skal gefa með því að blikka háljósum eða lágljósum.

Ökumaður skal með góðum fyrirvara veita öðrum vegfarendum upplýsingar um fyrirhugaða akstursstefnu sína. Upplýsingar eru veittar með því að gefa stefnumerki með stefnuljósi á vélknúnu ökutæki, en annars með því að rétta út hönd. Stefnumerki skal gefa áður en ökumaður:

  1. beygir á vegamótum.
  2. ekur inn á og eftir frárein.
  3. ætlar að aka af aðrein og inn á veg.
  4. ekur að eða frá brún vegar.
  5. skiptir um akrein.
  6. ekur fram úr öðru ökutæki.
  7. vill gefa öðrum til kynna að honum sé óhætt að aka framúr.
  8. ekur inn í eða út úr bifreiðastæði.
  9. ekur út úr hringtorgi.
  10. ekur á ytri hring torgs fram hjá útkeyrslu af torginu.

Í öðrum tilvikum en greinir í a-j-lið 2. mgr., skal ökumaður enn fremur á sama hátt gefa stefnumerki ef hann má ætla að slíkt geti komið öðrum vegfarendum að gagni eða stuðlað að gagnkvæmum skilningi vegfarenda á milli.

Ökumaður, sem ætlar að stöðva ökutæki eða draga snögglega úr hraða þess, skal gefa merki öðrum til leiðbeiningar. Merkið skal gefa með hemlaljósi eða hættuljósi (hazardljósin) á vélknúnu ökutæki, en annars með því að rétta upp hönd.

Merki samkvæmt 2.-4. mgr. skal gefa tímanlega og á greinilegan og ótví­ræðan hátt, áður en stefnu ökutækis er breytt, snögglega dregið úr hraða þess eða það er stöðvað. Merkjagjöf skal hætt þegar hún á ekki lengur við.

Merkjagjöf leysir ökumann ekki undan varúðarskyldu. Það segir að þú verður alltaf að hafa varann á þér..

Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 169700
Samtals gestir: 26202
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 10:56:43

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar