Færslur: 2013 Mars

31.03.2013 11:04

Slæm hegðun


Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
á facebókinni. 
Það vakti furðu lögreglumanna í kvöld er þeir voru við eftirlit í austurborginni að yfir gatnamót skammt frá þeim var lítilli vespu ekið yfir gatnamótin, gegn rauðu umferðarljósi. Það er svosem ekki frásögu færandi að lögreglumenn verða vitni að umferðarlagabrotum en þetta gerði það samt. Faratækið, litla vespan, hafði... að bera ökumann (13 ára) auk þrjá farþega á sama aldri. Sá sem fremst "sat" var í hnipri undir stýrinu, annar hélt utan um þann farþegann. Þriðji var svo ökumaðurinn og aftan við hann sat fjórði farþeginn og ríghélt sér í ökumanninn. Sá sem aftast sat var sá eini með hjálm. Þéttsetinni vespunni var svo botngefið yfir þessi fjölförnu gatnamót, þar sem umferðarhraði er yfirleitt mikill, gegn rauðu umferðarljósi. Mildi þykir að ekkert kom fyrir.
Lögregla stöðvaði háttsemi þeirra og "las þeim pistilinn". Öll börnin voru færð í hendur foreldra og farið yfir málsatvik. Foreldrar þeirra ætluðu í kvöld að fara betur yfir þetta með börnum sínum.

26.03.2013 07:49

Ótitlað

Ferðaðist vítt og breytt um landið og svindlaði á bílprófum fyrir aðra

VísirErlent25. mars 2013 21:54
 Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Norðmenn hafa töluverðar áhyggjur af vaxandi svindli í bílprófum þar í landi meðal annars þegar í ljós kom að þrítugur karlmaður hafði ferðast vítt og breytt um landið til þess eins að taka ökupróf fyrir fólk.

Það er Aftenposten sem greinir frá málinu en þar kemur fram að karlmaðurinn hafi vísað fölsuðum skilríkjum og svo tekið prófið. Þetta hafi hann gert að minnsta kosti þrisvar sinnum og hefur nú verið dæmdur fyrir að villa á sér heimildir.

Þá séu einnig til dæmi um að einstaklingar svindli með aðstoð tækninnar. Til þess að sporna við þessum vanda eru prófin tekin upp á eftirlitsmyndavél auk þess sem persónuskilríki eru könnuð ítarlega.

06.03.2013 11:15

Ófærð

Fyrst fólk fer á annað borð út í ófærðina þá þar að aka eftir aðstæðum og hafa gott bil á milli bíla. Sýnist það hafa ekki verið gert í þessu tilfelli.

20 bíla árekstur í Fossvoginum

Árekstur 20 bíla varð á Hafnarfjarðarvegi, við Fossvog, skömmu eftir klukkan hálfellefu í morgun. Tveir tækjabílar og sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á leiðinni á vettvang, en einhver slys urðu á fólki.

Ekki er vitað hvort einhver slasaðist alvarlega.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við umferðartöfum á þessum slóðum næstu tvær klukkustundirnar af þessum sökum.

Margir hafa fest bíla sína á Hafnarfjarðarveginum og þarna er "gríðarlegt öngþveiti" samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

mbl.is í morgun

  • 1
Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 165329
Samtals gestir: 25459
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 07:07:00

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar