12.04.2012 13:38

Náungakærleikur

Þessi hegðun er óásættanleg hvar er náungakærleikurinn?

Ók rakleiðis af vettvangi slyss

stækka

mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík um ellefuleytið að kvöldi páskadags, sunnudaginn 8. apríl. Þar var svartri BMW-bifreið ekið í veg fyrir bifhjól með þeim afleiðingum að ökumaður þess missti stjórn á hjólinu, ók á vegkant og kastaðist síðan af því. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Bæði ökutækin voru á norðurleið, rétt sunnan Breiðholtsbrautar, þegar slysið varð. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is 

Ökumaður BMW-bifreiðarinnar er sérstaklega hvattur til að gefa sig fram en hann ók rakleiðis af vettvangi.

07.04.2012 22:34

Umferðarmerki

Umferðarmerki fyrir blinda ökumenn !!

Braille Stop Sign for Blind Drivers hi-res pictures

04.04.2012 18:28

Verðbreyting

Frá Frumherja hf.

Ný verðskrá fyrir ökupróf tekur gildi 10 apríl n.k. Breytingin kemur til vegna hækkunar á neysluvísitölu síðustu 12 mánuði og nemur hækkunin 6,4%. Innifalin eru umsýslugjöld US, 800 kr. skrifleg og 1.600 kr. verkleg. 

 
Bóklegt próf fer úr 2.900kr í 3.000 kr

Verklegt próf fer úr 8.000kr ís 8.400kr

Verðskráin tekur gildi þann 10. apríl n.k.

04.04.2012 17:00

Öryggisbelti

Margir óku án bílbeltis

Þótt mikilvægi bílbelta sé flestum ljóst eru enn margir sem hirða ekki um að nota þennan sjálfsagða öryggisbúnað, segir í frétt á vefsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gögn sýna að líkurnar á því að slasast í umferðinni eru margfalt meiri meðal þeirra sem nota ekki bílbelti. Þetta er rifjað upp því í gær og fyrradag stöðvaði lögreglan nokkra tugi ökumanna sem notuðu ekki bílbelti. Hinir sömu eiga 10.000 kr. sekt yfir höfði sér, sem er reyndar aukaatriði. Aðalmálið er að ökumenn spenni alltaf beltin.

 Þrír þessara ökumanna voru jafnframt með barn í bílnum en í öllum tilvikum var öryggisbúnaði þeirra áfátt. Yngsta barnið var í barnabílstól sem var laus í bílnum en ökumaðurinn reyndist ennfremur sviptur ökuleyfi. Bíll hans var kyrrsettur en hinum ökumönnunum tveimur var leyft að halda för sinn áfram eftir að viðeigandi ráðstafanir höfðu verið gerðar. Barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um málin.

04.04.2012 16:38

Ungir ökumenn.

Ungir ökumenn eru að jafnaði sakaðir um að vera þeir vestu í umferðinni
Endilega lesið þessa frétt og sjáið aldurinn á ökumönnunum.

Fimm sviptir ökuréttindum

Frá Suðurgötu. stækka

Frá Suðurgötu.

Fimm ökumenn voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða í gær og fyrradag en þeir voru allir staðnir að hraðakstri á Suðurgötu við Skothúsveg í Reykjavík. Bílar fimmmenninganna mældust á 66-70 km hraða en þarna er 30 km hámarkshraði. Ökumennirnir, fjórir karlar og ein kona, eru á aldrinum 37-62 ára.

22.03.2012 08:13

Ótitlað


Bifreið sem ölvaður ökumaður ók aftaná en sem betur fer var lítið um meiðsli...
EN ÞAÐ ER SJALDNAST !! (tengist ekki fétt)

Ofurölvi kona tekin úr umferð

Frétt á visir.is

06.03.2012 17:30

Sektir og viðurlög.

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd Hari visir.is

Eru sektir á íslandi nógu háar til að virka sem fælingarmáttur.
Sá þetta á facebook hjá vinkonu í noregi. 
Men i alle dager, 5.200 kr. bara hvis man glemmer ett stopskilt!
5200 kr norskar samsvara til 116.000 kr íslenskum en hún vissi ekki hvort að því fylgdi líka punktur. Sama brot hér kostar 15000 kr og 2 punkta í ökuferilsskrá.

Spurningin eigum við að hækka sektir til að fækka brotum.

21.02.2012 10:53

Ekki til fyrirmyndar

Tekið af dv.is

Þverbraut umferðarlög á meðan hann talaði í síma

Braut flest lög sem hægt er að hugsa sér á einu bretti
15:22 > 20. febrúar 2012
Ökumaður við hugann við annað en aksturinn. Braut flest umferðarlög sem hægt er að hugsa sér á einu bretti.

Ökumaður við hugann við annað en aksturinn. Braut flest umferðarlög sem hægt er að hugsa sér á einu bretti.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina karlmann á fertugsaldri sem á einu bretti þverbraut fjölmörg umferðarlög á ferðalagi sínu um götur borgarinnar.

Á meðan maðurinn talaði í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað færði lögreglan til bókar á hann svigakstur, ranga akreinanotkun, vanrækslu á merkjagjöf og akstur gegn rauðu ljósi. Þegar maðurinn var stöðvaður kom einnig í ljós að hann var ekki að nota bílbelti.

Lögreglan hafði einnig nóg að gera við að fjarlægja skráningarnúmer af bifreiðum en rúmlega hundrað ökutæki, víðsvegar í umdæminu, reyndust ýmist ótryggð eða óskoðuð. Lögreglan hafði að auki afskipti af um hundrað stöðubrotum ökutækja um helgina.


19.02.2012 17:18

Ökuskóli suðurnesja

Ný stundartafla frá Ökuskóla Suðurnesja gildir frá 27 feb 2012 til 10 maí 2012.
Stundarskrá fyrir vor 2012

Næstu námskeið verða eftirfarandi.

Ö-1

Mánudaginn                27.  feb.   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Þriðjudaginn                28.  feb.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Fimmtudaginn             1.  mars.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Ö-2

Mánudaginn                  12.  mars.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

 

 

 

 

Þriðjudaginn                  13.  mars.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Fimmtudaginn               15.  mars.   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Ö-1

Mánudaginn                 26.  mars.   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Þriðjudaginn                 27.  mars.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Fimmtudaginn              29.  mars.  kl.  19:00 til kl. 22:00

 

 

ATH !

Ö-2

 Þriðjudaginn                 10.  apríl.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Miðvikudaginn               11.  apríl.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

Fimmtudaginn               12.  apríl.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Ö-1

Mánudaginn                 23.  apríl.   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

Þriðjudaginn                 24.  apríl.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Fimmtudaginn              26.  apríl.   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Ö-2

Mánudaginn                7.  maí.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Þriðjudaginn                8.  maí.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Fimmtudaginn             10.  maí.  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

19.02.2012 17:15

akstursbann

Ökumaður á bráðabirgðaskírteini sem fær 4 refsipunkta í ökuferilsskrá skal sæta akstursbanni og fara á sérstakt námskeið. (gott myndband)

06.02.2012 08:04

Ótitlað

Ekki til fyrirmyndar en munum samt að ungir sem gamlir eru líklegir til að spyrna.

Ökuþór á sjötugsaldri slapp með skrekkinn

Á 122 km hraða í spyrnu

Lögreglan að störfum stækka

Lögreglan að störfum mbl.is/Jakob Fannar

Aðfaranótt mánudags var fremur róleg í höfuðborginni, að sögn lögreglu. Um klukkan hálfeitt í nótt voru tveir ungir ökumenn, fæddir 1986 og 1988, stöðvaðir á Kringlumýrarbraut, en þær mældust á 122 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Talið er að mennirnir hafi verið í kappakstri. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá var 28 ára gamall karlmaður stöðvaður ellefta tímanum í Fossvogi, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni upplýsinga- og sýnatöku.

31.01.2012 11:08

Aftaná keyrslur og höfuðpúðar

Áhugavert viðtal um afleiðingar þegar ekið er aftaná. Aftanákeyrsla

24.01.2012 18:07

Ótitlað


mynd: Jóhann Björn Arngrímsson

Munið að skafa allan snjó af bifreiðinni. Snjór á toppi getur runnið af bifreiðinni þegar snögg hemlað er. Það getur hindrað útsýni út um framrúðuna eins getur snjórinn fokið á næstu bifreið og hindrað sýn þess ökumanns. Munið einnig að skafa vel frostíð af öllum rúðum áður en lagt er af stað.


þetta er ekki ásættanlegt.

24.01.2012 12:33

Ótitlað

Helmingur látinna 17 ára og yngri

Myndin er úr safni. stækka

Myndin er úr safni. Eggert Jóhannesson

Tólf létust í banaslysum í umferðinni í fyrra en helmingur þeirra voru ungmenni 17 ára og yngri og er það óvenju hátt hlutfall samanborið við undanfarin ár, samkvæmt Umferðarstofu.Þrjú af þeim sem létust voru 17 ára ökumenn bifreiða og einn jafnaldri þeirra var farþegi í bíl. 13 ára stúlka og 5 ára stúlkubarn létust þegar þær urðu fyrir bíl en fjórir af þeim sem létust í umferðinni í fyrra voru fótgangandi og er það einnig óvenju hátt hlutfall miðað við undanfarin ár.

Sjá nána á mbl.is

23.01.2012 14:11

Verðbreytingar.

Gjaldskrárbreyting.
Frá og með áramótum hækkar verð fyrir kennslustundina (45mín) úr 7500 kr í 8000 kr. Hækkunin er eins hófleg og hægt er þar sem gjaldskráin hefur verið sú sama síðan des 2009. Leiga á bifreið í próf verður 6500 kr
Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 2178
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 169156
Samtals gestir: 26097
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 13:43:58

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar