22.11.2012 22:50ÓtitlaðDrukkin amma með barnabarn í bílnumÞekkt eru dæmi um foreldra sem aka drukknir eða undir áhrifum fíkniefna með börn sín í bílnum. Lætur nærri að slík mál hafi komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu næstum mánaðarlega á síðasta ári. Fáheyrt er hins vegar að afar og ömmur gerist sek um slíkt dómgreindarleysi, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Í vikunni var kona stöðvuð við umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu, en sú reyndist vera drukkin við stýrið. Konan var ekki einsömul á ferð því með í för var ólögráða barnabarn hennar. Amman var handtekin og flutt á lögreglustöð, en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu barnsins og barnaverndaryfirvöld jafnframt upplýst um málið. Skrifað af Karl Einar 03.09.2012 21:33ÓtitlaðVeittist að prófdómara í ökuprófiÍ síðustu viku var prófdómari í ökuprófi eltur af karlmanni sem var ósáttur við aksturslag hans og þótti sem stöðvun prófbifreiðarinnar við stöðvunarskyldu hefði tafið för sína allverulega. Maðurinn veittist að prófdómaranum með orðum og sneri að því búnu upp á hönd hans. "Það hefur verið að síga á ógæfuhliðina að þessu leyti jafnt og þétt. Það er til dæmis algengt að flautað sé þegar ökunemar stoppa við stöðvunarskyldu eða keyra á löglegum hraða. Allt er reynt til að komast fram úr á allan mögulegan og ómögulegan hátt og stundum liggur við stórhættu vegna þess," segir Svanberg. Að sögn Svanbergs voru bæði prófdómarinn og ökuneminn svo hissa á þessu athæfi að þeir stóðu sem steini lostnir og varð svo mikið um að þeim láðist að taka niður bílnúmerið. Því hefur atvikið ekki verið kært til lögreglu. Hann segir að prófdómarinn hafi ekki slasast alvarlega, en verið verulega brugðið. Æpa blótsyrði og fara þétt upp að bílum "Við viljum vekja athygli á þessu og vildum gjarnan að reyndari ökumenn væru nýliðunum betri fyrirmynd," segir Svanberg. Skrifað af Karl Einar 30.06.2012 19:43íslenskur veruleikiÞetta er íslenskur veruleiki og algerlega óásættanleg hegðun.... Skrifað af Karl Einar 06.06.2012 23:12SkrítiðFurðuleg forgangsröðun. Kona ein var stoppuð af umferðarlögreglunni í Colorado í Bandaríkjum. Furðu vakti að bensín brúsi var beltaður í barnabílstólinn en barnið laust. Algerlega óásættanlegt.... Frétti öll. Skrifað af Karl Einar 25.05.2012 17:42UmferðaróhappAlveg ótrúlegar aðstæður í þessu umferðarslysi. Barnabílstóllinn bjargaði ungabarninu Skrifað af Karl Einar 22.05.2012 21:32ÓtitlaðEins gott að passa sig í Hafnarfirði.... Skrifað af Karl Einar 22.05.2012 19:01ÓtitlaðHvar er virðingin við barnið og umhverfið mjög sláandi athægi..... Móðirin í símanum á meðan barnið hékk út um gluggannLögreglan á Suðurnesjum veitti í gær athygli bifreið sem ekið var um götur í umdæminu. Stúlkubarn, sem augljóslega var ekki í bílbelti, hékk út um afturglugga bílsins, en móðirin, sem ók honum var að tala í farsíma og veitti barninu ekki athygli. Lögreglan gaf henni merki um að stöðva bifreiðina, en hún tók ekki eftir því sökum anna í símanum. Skrifað af Karl Einar 21.05.2012 21:57ÓtitlaðÞegar ekið er framúr bifreið skal hafa það í huga þegar ekið er fram fyrir bifreiðina skal hafa nægjanlegt bil á milli. Ekki aka í veg fyrir bifreiðina sem ekið er framúr fyrr en þið sjáið hana í hliðarspegli en þó helst í baksýnisspegli. Það er allt of algengt að fólk sneiði rétt hjá vinstra framhorni bifreiðarinnar sem framúr var ekið. MUNIÐ AÐ HAFA ALLTAF NÆGJANLEGT BIL Á MILLI BIFREIÐA.. 3 SEK Skrifað af Karl Einar 14.05.2012 10:40Ökuskóli Suðurnesja
Skrifað af Karl Einar 02.05.2012 07:29Ótitlað![]() VF Fréttir | 2. maí 2012 | 01:24:55 Tekinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni - sektin 140 þúsundLögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu í dag ökumann sem ók bifreið sinni á 163 km/klst hraða á Reykjanesbraut en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Samkvæmt reglugerð um sektir og viðurlög vegna brota á umferðarlögum er sektarfjárhæðin við broti ökumannsins 140.000 krónur. Skrifað af Karl Einar 01.05.2012 18:58ÓtitlaðEr þetta fyrirsögnin á ferðamannabæklingum sem við íslendingar viljum sjá. Skrifað af Karl Einar Flettingar í dag: 283 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 568 Gestir í gær: 31 Samtals flettingar: 299823 Samtals gestir: 44800 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 12:11:52 |
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is