18.12.2009 12:31Hálka
Votta ég aðstandum mína dýpstu samúð. Banaslys á Hafnarfjarðarvegi Tveir eru látnir eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi á móts við Arnarnesbrú um kl. 10 í morgun en þar skullu tveir bílar saman. Mikil hálka var á veginum þegar þetta gerðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þrír fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús, ökumaður annars bílsins og ökumaður og farþegi úr hinum bílnum. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir látnir og sá þriðji er alvarlega slasaður. Lokað var fyrir umferð á Hafnarfjarðarvegi í báðar áttir í kjölfar slyssins. Skrifað af Karl Einar 15.12.2009 06:53EndurskinsmerkiLas þessa athyglisverðu grein a VF.is og minni á að skemmdegið er í algreymi.Forðaði vatnsbyssa banaslysi í kvöld?Mér er um og ó. Ég var næstum búinn að keyra yfir barn! Ég var að keyra upp Aðalgötuna nú í kvöld,14. desember, rétt fyrir neðan Kasko, þegar lítill drengur kemur hlaupandi út úr myrkrinu frá vinstri. Það sem bjargaði var að ég var á lítilli ferð og hafði séð útundan mér hreyfingu til hægri sem reyndist svo vera annar pjakkur. Báðir voru þeir dökkklæddir og ekki með nein endurskinsmerki.Bremsurnar voru mjög góðar og ég hafði varan á mér. Það sem hjálpaði mér mikið var að sá sem hljóp fyrir bílinn hélt á einhverskonar gulu priki sem sennilega var vatnsbyssa? Það glampaði á þetta í ljósunum! Þessir samverkandi þættir urðu til þess að ekki er dáið barn og geðveikur afi og ónýt jól fyrir fjölda manns!!!Þeir hlupu inn í myrkrið en ég sat í sjokki og gat mig hverrgi hreyft. Vil ég skora á foreldra að klæða börnin ljósar og negla á þau endurskinsmerki og kenna þeim hvernig á að haga sér í umferðinni.
Pétur Skaptason
Skrifað af Karl Einar 13.12.2009 20:11Ölvunarakstur
Skrifað af Karl Einar 11.12.2009 19:21Jólin og umferðin.
Skrifað af Karl Einar 09.12.2009 18:12Skrikvagn og ökugerði.
Skrifað af Karl Einar 09.12.2009 09:27HálkaInnlent | mbl.is | 9.12.2009 | 07:45
Hálka á vegum á landsbyggðinniÞó svo að Morgunblaðið vari við hálku á landbyggðinni er oft mikil launhálka inn í borg og bæjum. Þrif á dekkjum við slíkar aðstæður er stór þáttur til að auka veggripið. En fyrst og fremst er að koma okkur aldrei í þær aðstæður að við missum stjórn á bifreiðinni. Varnarakstur heitir það þegar við ökum eftir aðstæðum og að fullri aðgæslu. Skrifað af Karl Einar 06.12.2009 12:47Útskrift
Skrifað af Karl Einar Óskarsson 03.12.2009 21:28Launhálka.
Hálka leikur ökumenn grátt
|
B-réttindi |
|
|
Nám til B réttinda (Almennra ökuréttinda) námið má hefja við 16 ára aldur. Réttindin fást við 17 ára aldur. Almenn ökuréttindi veita rétt til að stjórna:fólksbifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns, BE - eftirvagn, viðbótarnám.
|
Á ferðum mínum um bæinn hef ég verið að skoða uppsetningu umferðarmerkja. Það er ótrúlegt hversu mikið er um ranglega upp sett merki. Tökum sem dæmi þegar ekið er upp Vesturgötu, ofarlega kemur maður að merki sem gefur til kynna að komið sé inn í 30 km/klst hverfi en svo beygir maður inn í Norðurvellina 50 m seinna þá blasir við manni samskonar skilti. Hafnargatan er einnig illa merkt því þar er 30 km/klst gata en að norðanvörðu eru flestar hliðargötur 50 km/klst en nánast hvergi merki sem gefa til kynna að um 30 km/klst sé framundan. Þetta er ein fjölfarnasta gata Keflavíkur og því er aðkomufólki sem ekki þekkja til í lóga lagt að halda að um 50 km götu sé að ræða. Ranglega merktar umferðaræðar eru viða til á landinu.
Bæjastjórnir og bæjarverkstjórar endilega fáið einhverja sem hafa vit á þessum málum til liðs við ykkur þar sem ofmerking og ranglega merkt umferðarmannvirki geta verið dýr.
Endilega komið með dæmi í álit hér að neðan!!
Var á áhugaverðum fyrirlestri á föstudaginn. Þar kom fram hvernig ætti að festa niður barnabílstóla.Þegar barnabílstóll er festur niður með bílbeltinu þarf að ganga frá og belta stólinn eins og hann á að vera. Svo skal draga út allt beltið alveg þangað til þið heyrið smell og lata svo beltið rúlla inn aftur því þá festist beltið og gefur ekkert eftir. Setjið hnéð síðan í stólinn og þrýstið honum vel niður í sætið og fullvissið ykkur um að beltið sé vel læst. Ég hafði ekki hugmynd um þessa að ferð og hraus hugur yfir því að ég hafi verið eins og margir aðrir sem ferðuðumst með börnin í lausum stólum.
Hugum vel að öryggi baranna því það er á okkar ábyrgð að öryggi þeirra sé tryggt.
Var að hlusta á Reykjavík síðdegis þar sem fjallað var um núll sýn FÍB. Fjallar hún um engin dauðaslys yrðu árið 2012. Glæsilegt framtak og ekkert annað en gott um það að segja. En það sem kom mér til að hugsa var það að ég hef hlustað á marga flytja boðskapinn um bætta umferðarmenningu. Oftar en ekki þá hefur maður séð þessa sömu menn sem boða bætta umferðarmenningu aka á allt of miklum hraða með símann á eyranu og brotið margar aðrar greinar umferðarlaganna. Þannig að maður hefur hugsað þurfa menn sem gefa sig út fyrir að berjast fyrir bættri umferðarmenningu að huga fyrst að sínum akstri áður en þeir fara að kenna öðrum.
Þannig að niðurstaðan er sú, sýnum gott fordæmi í umferðinni sjálf áður en við förum að predika yfir öðrum.
http://fib.is/?FID=2328
Arney ökukennsla
Nafn:
Karl Einar ÓskarssonFarsími:
847-2514Tölvupóstfang:
arney@arney.isHeimilisfang:
Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími:
423-7873Um:
Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Eldra efni
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is