25.11.2009 07:26

Ótitlað


Á ferðum mínum um bæinn hef ég verið að skoða uppsetningu umferðarmerkja. Það er ótrúlegt hversu mikið er um ranglega upp sett merki. Tökum sem dæmi þegar ekið er upp Vesturgötu, ofarlega kemur maður að merki sem gefur til kynna að komið sé inn í 30 km/klst hverfi en svo beygir maður inn í Norðurvellina 50 m seinna þá blasir við manni samskonar skilti. Hafnargatan er einnig illa merkt því þar er 30 km/klst gata en að norðanvörðu eru flestar hliðargötur 50 km/klst en nánast hvergi merki sem gefa til kynna að um 30 km/klst sé framundan. Þetta er ein fjölfarnasta gata Keflavíkur og því er aðkomufólki sem ekki þekkja til í lóga lagt að halda að um 50 km götu sé að ræða. Ranglega merktar umferðaræðar eru viða til á landinu.
Bæjastjórnir og bæjarverkstjórar endilega fáið einhverja sem hafa vit á þessum málum til liðs við ykkur þar sem ofmerking og ranglega merkt umferðarmannvirki geta verið dýr.

Endilega komið með dæmi í álit hér að neðan!!

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 91
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 171896
Samtals gestir: 26404
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 06:03:00

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar