30.03.2010 11:52Umferðin35% fækkun slysa á Suðurnesjum. Ánægjulegar tölur byrtust í frétt á morgunblaðsvefnum um fækkun slysa. Ég held að það megi rekja til bættrar ökukennslu og hertra viðurlaga. En betur má ef duga skal. Skrifað af Karl Einar 28.03.2010 16:17Ökuskóli 3Ökunemar sem eru fæddir 1994, eða þeir sem hefja ökunám eftir 01.01.2010 eru skyldugir til að fara í Ö3 (Ökugerði/skrikvagn/forvarnarhús) og því er ekki gert ráð fyrir neinni sprengju í aðsókn svona fyrst um sinn. Ö1 verður áfram 12 kennslustundir. Ö2 verður styttur í 10 kennslustundir. Ö3 verður 5 tímar, 2 verklega tíma og 2 tímar sem verða blanda af sýni- og fræðilegri kennslu og svo einn tími í fræðilegu námi. Svona virkar skrikvagn! Skrifað af Karl Einar 22.03.2010 21:30Ólöglega lagt.Alveg er það með eindæmum hvað íslendingar eru sporlatt fólk. Ók framhjá einni líkamsræktarstöðinni um daginn þar sem fólk borgar fúlgu fjár fyrir að hlaupa á einhverjum brettum. Fyrir framan þessa stöð taldi ég eina 15 bíla sem ekki var lagt löglega þó svo að bílastæðin væru næg en bara aðeins lengra frá þeim stað sem þessum bifreiðum var lagt. Legg ég til að þessir einstaklingar lýti á þessa metra sem bætast við með því að leggja löglega sem upphitun fyrir brettin góðu. LEGGJUM LÖGLEGA ÞAÐ ER OKKUR ÖLLUM TIL HAGSBÓTA!!! Skrifað af Karl Einar 28.02.2010 11:44Stæði fyrir fatlaða.
REGLUGERÐ um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, nr. 369/2000 sbr. rg. 592/2002, gildist. 23.7.2002
1. gr. Stæðiskort fyrir hreyfihamlaða veitir, í sambandi við flutning á þeim sem fengið hefur slíkt kort útgefið, heimild til að leggja ökutæki hvar sem er á landinu í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt er með þar til gerðu umferðarmerki. Skrifað af Karl Einar 14.02.2010 10:59UnglingaaksturVíkuréttir | 14. febrúar 2010 Þrettán ára pjakkur ók greitt og braut umferðarreglur
Mbl.is / 10.2.2010 15 ára ökumaður flúði undan lögreglu.
15 ára keyrir ölvaður. Spurning til okkar foreldra og forráðamanna. Fjöldinn allur af atvikum sem fyrr er lýst henda ár hvert. Er ekki kominn tími til að við sem teljum okkur komin til vits og ára förum nú að skoða hvar við geymum lyklana af bifreiðum okkar. Það er algerlega óásættanlegt að tilfelli sem þessi geti gerst. Það að krakkar sem ekki hafi hlotið til þess þjálfun hjá ökukennara aki um götur og þjóðvegi þessa lands hvort sem þau eru einsömul eða undir eftirliti foreldra eða forráðamanna. Leifum börnunum ekki að aka fyrr en þau hafa til þess fullt leyfi. Skrifað af Karl Einar 08.02.2010 22:21myndbandSá á youtube frábært myndband frá Slóðavinum um öryggisbúnað hjólamanns endilega skoðið það. Skrifað af Karl Einar 03.02.2010 21:18KennslumyndbandVið félagarnir Hallgrimur Gunnarsson 899 9649 Skrifað af Karl Einar 29.01.2010 19:02Slæmir vegir.
Skrifað af Karl Einar 21.01.2010 11:43Slæmt veður.
Skrifað af Karl Einar 16.01.2010 07:41Framúrakstur bannaður!Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að aka fram úr öðrum vélknúnum ökutækjum en tvíhjóla. Það má taka fram úr reiðhjóli og mótorhjóli. Skynsemin segir að það sé gáfulegt að hafa þetta svona þar sem að reiðhjól er í skilningi umferðarlaganna ökutæki. Og færa má rök fyrir því að ekki sé sniðugt að negla niður á 90 km götu til að fara ekki fram úr reiðhjólinu. Skrifað af Karl Einar 08.01.2010 14:42Skinsemin ræður.Mikið virði ég þennan gamla mann sem skilaði ökuskírteininu sínu um daginn. Fréttina má lesa hér.Skilaði ökuskírtein Skrifað af Karl Einar 08.01.2010 07:17RafgeymarAð gefa start. Nú þegar frostið bítur á vetrarmánuðum þarf oft að gefa straum milli bifreiða. Það eitt getur verið varasamt og jafnvel hættulegt. Á vef FIB er góð lýsing á hvernig rétt sé að gefa straum svo öruggt sé. http://fib.is/?FID=2375 Skrifað af Karl Einar 04.01.2010 22:06ÖkuskírteiniFékk lánað þetta skemmtilega ökuskírteini nr 5 útgefið í Hafnarfirði 7 desember 1917. Skrifað af Karl Einar 04.01.2010 07:34StefnuljósStefnuljós eru notuð til að gefa öðrum vegfarendum til kynna um fyrirhugaða stefnubreytingu. Notkun stefnuljósa er kjörin leið til að auðvelda og greiða úr umferð.
Hér segir skynsemin okkur að gefa stefnuljós hvort sem maður fer til hægri eða vinstri þó svo að um aðalbraut sé að ræða því það greiðir umferð hjá þeim er inn á veg ætla að aka. Munið að stefnuljós eru ekki aukabúnaður á bílum. Notum stefnuljósin!!!! Skrifað af Karl Einar 22.12.2009 21:57JólakveðjaKæru ættingjar, vinir og aðrir landsmenn við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Það er von okkar að nýtt ár gefi okkur slysalaust umferðarár. Karl Einar, Anna Pálína, Sveinbjörg Anna, Þórhallur og Árni Vigfús. Skrifað af Karl Einar Flettingar í dag: 53 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 568 Gestir í gær: 31 Samtals flettingar: 299593 Samtals gestir: 44779 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:57:49 |
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is