01.04.2011 21:54

Nagladekk



Senn lýður að dekkjaskiptum.
Samkvæmt reglum er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. október. Því fer að lýða að því að bíleigendur verða að
skipta yfir á óneglda hjólbarða. Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna.

30.03.2011 18:10

Slys

Alvarlegum slysum í umferðinni fjölgaði í fyrra á Suðurnesjum

Sjá nánar hér á vf.is.


25.03.2011 10:26

Ótitlað

Verð námskeiðanna óbreytt og verða eftirfarandi, Ö-1 á 11.500,-og Ö-2 á 11.500,-, og greiðist í fyrsta

tíma. Ökunemar eru minntir á að hafa með sér námsbókina, ökunámsbók til stimplunar, og skriffæri. Kennslan er í stofu 331. Hins vegar, þeir nemar sem sækja bæði Ö-1, og Ö-2 námskeið hjá ÖS. Fá afslátt af Ö-2 og greiða 10.500,- fyrir það.

Næstu námskeið verða eftirfarandi.

Ö-2

Mánudaginn 14. mars kl. 19:00, til kl. 22:00

Þriðjudaginn 15. mars kl. 19:00, til kl. 22:00

Fimmtudaginn 17. mars kl. 19:00, til kl. 22:00

Ö-1

Mánudaginn 28. mars kl. 19:00, til kl. 22:00

Þriðjudaginn 29. mars kl. 19:00, til kl. 22:00

Fimmtudaginn 31. mars kl. 19:00, til kl. 22:00

Ö-2

Mánudaginn 11. apríl Kl. 19:00, til kl. 22:00

Þriðjudaginn 12. apríl kl. 19:00, til kl. 22:00

Fimmtudaginn 14. apríl kl. 19:00 til kl. 22:0 ATH !

Ö-1

Þriðjudaginn 26. apríl kl. 19:00, til kl. 22:00  

Miðvikudaginn 27. apríl kl. 19:00, til kl. 22:00

Fimmtudaginn 28. apríl kl. 19:00, til kl. 22:00

Ö-2

Mánudaginn 9. maí kl. 19:00, til kl. 22:00

Þriðjudaginn 10. maí kl. 19:00, til kl. 22:00

Miðvikudaginn 12. maí kl. 19:00, til kl. 22:00

Ö-1

Mánudaginn 23. maí kl. 19:00, til kl. 22:00

Þriðjudaginn 24. maí kl. 19:00, til kl. 22:00

Fimmtudaginn 26. maí kl. 19:00, til kl. 22:00

Kveðja, Jón, Valdimar og Gunnar.

 

Ökuskóli Suðurnesja hefur ákveðið að auka þjónustu sína, og hefur til sölu

í skólanum þegar námskeið eru, eftirfarandi :

Nýjasta kennslubókina 2011, = 4.550 kr.

Æfingaakstursmerki = 850 kr.

Æfingaverkefni 4 stk. M. Lausnum = 2.500 kr.

Við vonum að þið getið nýtt ykkur þessa þjónustu,

 Kv, ÖS.

04.02.2011 18:25

Nauðsynlegt að skafa vel!

Nú hríðar, snjóar og skefur þannig að nú er um að gera að skafa vel af bílnum. Það þarf að skafa vel af öllum rúðum og ljósum. Að skafa lítið eða ekkert er álgert tillitsleysi við okkur hin sem erum á ferðinni. Þeir sem ekki skafa eru hættulegir.


Þetta er ekki nóg skafið!!

03.02.2011 00:43

Umhleypingar.

Framundan eru nokkrir dagar þar sem snjór, frost, vindur og þýða skiptast á um völdin, einu nafni nefnist þetta umhleypingar. Þegar svona er ástatt þarf að fara sérstaklega varlega um stræti og torg. Upplagt er að sprauta dekkjahreinsir á dekkin til að þau nái betra gripi.
Eins og þetta myndband sýnir þá gerir maður ekkert þegar þessar aðstæður taka af okkur völdin.
Ökum alltaf af gætni og varúð þó sérstaklega við þessar aðstæður.

30.01.2011 21:06

Öryggisbúnaður

Á þessu myndbandi má glögglega sjá hvernig öryggisbúnaður í Toyota Auris virkar. Öryggisbúnaður í bifreiðum í dag er hannaður með fullt öryggi í huga fyrir allt að 70 km hraða en eftir það minnkar áreiðanleiki hans.

Öryggisbúnaður í Auris

EN MUNIÐ AÐ ÖKUMAÐURINN ER ALLTAF BESTA ÖRYGGISTÆKIÐ.
Vakandi og varkár ökumaður lendir síður í umferðaróhöppun og þar af leiðandi þarf öryggisbúnaður bifreiðarinnar ekki að koma að notum.
SPENNUM BELTIN.

19.01.2011 13:33

Umhleypingar.

Tekið af www.pressan.is.

19. jan. 2011

Vetur + frost + brekka = Ávísun á meiriháttar vandræði fjölda bíla í fljúgandi hálkunni - MYNDBAND 

Það er segin saga að þegar jafnan vetur + frost + myndbandsupptökuvélar er sett upp, þá er niðurstaðan oftar en ekki tóm vandræði.

Skiptir þá litlu hvort um er að ræða fólk sem ákveður að athuga hvort ísinn á vatninu sé nægilega traustur, þrátt fyrir vísbendingar um annað eða bílstjóra sem ákveða að leggja á fljúgandi hálar brekkur í vetrarhörkunum.

Og afraksturinn er stundum settur saman og settur á netið.  Niðurstaðan? Hana má sjá hér að neðan, með þeirri áminningu að fara varlega í vetur!

06.01.2011 11:25

Ótitlað

Fæst banaslys á Íslandi
Tíðni banaslysa í umferðinni var lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum á síðasta ári.

www.mbl.is

28.12.2010 15:35

Ótitlað

Níu ára ökumaður

Lögreglan í Fjallabyggð stöðvaði för ungs ökumanns eftir hádegið í dag eftir að hafa fylgt bifreið unga ökumannsins eftir í gegnum Héðinsfjarðargöngin. Í ljós kom að ökumaðurinn var aðeins níu ára gamall og var það afi hans á níræðisaldri sem hafði leyft stráksa að keyra frá Héðinsfirði til Siglufjarðar. 

Að sögn lögreglunnar þótti honum ökulag bifreiðarinnar eitthvað rykkjótt og ákvað hann að kanna málið. Þegar hann stöðvaði för bifreiðarinnar sá hann lítinn pilt stökkva úr ökumannssætinu aftur í. Aftur á móti sat afi piltsins í framsæti bifreiðarinnar og viðurkenndi að hafa leyft drengnum, sem með réttu ætti að sitja á púða aftur í, að keyra. 

 

26.12.2010 04:36

Gleðileg jól

Óska öllum gleðilegra jóla og takk fyrir samstarfið á árinu.
 Hittumst hress og kát við fyrsta tækifæri.
Kær kveðja Karl Einar.

24.10.2010 22:08

Breyting á reglugerðu um ökuskírteini

Allir þeir sem hófu ökunám 2010 og fá ökuréttindi eftir 1 nóv þurfa að ljúka ökuskóla 3.
Það segir að þeir sem byrjuðu á þessu ári og taka ökuprófið eftir 1 nóv 2010 þurfa að fara í ökuskóla 3. Áður var ætlast til að ökuskóli 3 væri kláraður fyrir fullnaðarskírteini.

02.10.2010 11:07

Ekið á börn...

Athygli í umferðinni er nauðsynleg því hér í Keflavík hefur verið ekið á tvo drengi undangarna viku. Það er á á byrgð ökumannsins að hafa 100 % athygli á því sem við erum að gera.

Ekið á dreng á hjóli.....

05.09.2010 13:53

Ökumenn til skammar......

Urðu sér til skammar á ljósanótt.

Ég fylgdist með því er mótorhjól og bílar óku niður Hafnargötuna hér í Keflavík. Ekið er að venju innan um áhorfendur sem oft á tíðum eru mjög nálægt ökutækjunum. Verð ég að segja að þetta er frábært og afskaplega skemmtilegt. En í ár urðu nokkrir ökumenn á nýlegum sportbílum sér til skammar. Þeir þöndu og reykspóluðu innan um mannfjöldann.

Hvað ef ?

1.      Flygsur af gúmi hefði þeyst af dekkinu í áhorfendur.

2.      Aðskotahlutur á götunni hefði lent undir dekkinu og kastast í áhorfendur.

3.      Hella hefði losnað og kastast í áhorfendur.

4.      Ökutækið hefði fengið skyndilega gott grip.

5.      Ökumaðurinn hefði misst fótinn af bremsupetalanum.

6.      Bremsukerfið hefði gefið sig.

Ég skora á viðkomandi að skoða hug sinn og einnig stjórnir þeirra félaga sem taka þátt í þessum skemmtilega viðburði að setja öryggisreglur.

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 568
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 299593
Samtals gestir: 44779
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:57:49

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar

Eldra efni