24.08.2011 19:01

Ökuskóli

Námskrá fyrir águst til nóvember hjá Ökuskóla Suðurnesja.

Námskrá


20.08.2011 10:20

Merkingar

Er þetta rétt umferðarmerki fyrir HRAÐAHINDRUN ?


18.08.2011 09:51

Þörf lestning

Mæli með að þið lesið þessa grein sem birtist á www.gossip.is

Tökum á hraðakstri! Við erum ekki ódauðleg!
Bílslys.jpg

Við erum ekki ódauðleg

Ég mun aldrei gleyma því hversu svalur mér fannst þú vera þegar þú þeyttist eftir Reykjanesbrautinni á 160 kílómetra hraða á klst, á nýja bílnum þínum sem þú fékkst daginn áður ásamt ökuskírteininu. Það var eins og brautin hefði verið sérsniðin fyrir þig. Það breytti engu þótt myrkrið væri skollið á og brautin rennisleip eftir rigningu dagsins. Þú varst Sjúmakker Íslands og við fylgdumst með þér af aðdáun og áttum ekki orð yfir það hversu fimur okkur fannst þú vera á bak við stýrið. Ég, sem er vanur að nota öryggisbelti, lét ég bara hanga niður með sætinu. Mér fannst algjör óþarfi að spenna það á mig því mér fannst ég svo öruggur með þér í bíl. Það átti við um okkur öll sem vorum með þér í bílnum. Ljósastaurarnir þeyttumst framhjá og manni fannst eins og það væri bara einn langur ljósastaur á Reykjanesbrautinni, því þú ókst svo hratt. Ég man að stelpurnar skríktu af gleði því þeim fannst þú svo svalur og ég fann það á mér og vissi að þær ætluðu allar að "negla" þig í lok ferðar. Ég horfði á þig öfundsjúkur því þú bjóst við svo mikla kvenhylli. Djöfull get ég ekki beðið eftir því að fá bílprófið því þá skulu þær allar verða mínar.

Ég mun aldrei gleyma því þegar ég sá þig í dauðateygjunum eftir að þú þeyttist út úr bílnum, eftir að hafa keyrt á bílinn sem kom úr gagnstæðri átt. Eitt lítið augnablik misstir þú stjórn á bílnum og nýi bíllinn ónýtur og Reykjanesbrautin blóði drifin. Ég mun heldur aldrei gleyma stelpunni sem sat frammí með þér. Fallega brúnhærða stelpan sem skríkti og hló svo dátt mun aldrei hlæja aftur. Þarna lá hún út um allt í bílnum. Hún var eins og kramin fluga sem var búið að slíta af vængi og fætur. Ég mun aldrei gleyma stelpunum sem sátu aftur í með mér. Þær lifðu af, en munu aldrei aftur lifa eðlilegu lífi, nema eðlilegt líf sé að liggja á sjúkrastofnunum það sem eftir er og vera grænmetishausar. Ég mun aldrei gleyma gömlu hjónunum sem voru í bílnum sem þú keyrðir á. Þau hefðu auðveldlega getað átt 10 - 15 góð ár í viðbót. Ég mun aldrei gleyma því hvernig mér leið þarna aftur í. Ég gat mig hvergi hreyft og get það ekki ennþá, því ég er fastur í hjólastól og er algjörlega háður öðrum, því ég get hvorki fætt mig né klætt. Núna mun ég aldrei fá bílprófið sem ég þráði svo heitt.. né kvenhyllina.

Ef þú heldur að þetta sé allt, þá er ég bara rétt að byrja. Hvað með móður þína og föður sem elskuðu þig svo heitt? Hvað með systkini þín sem dáðu þig og horfðu upp til þín? Hvað með ömmu þína og afa sem voru svo stolt af barnabarninu sínu? Hvað með alla vini þína sem gátu varla verið án þín? Ertu tilbúin(n) að steypa öllu þessu fólki í sorg, sorg sem er jafnvel óyfirstíganleg? Hvað með ættingja allra hinna sem þú stefndir í hættu og myrtir? Hvernig heldur þú að það sé að vera viðstaddur jarðaför síns eigins barns? Hvernig heldur þú að það sé að koma í heimsókn á sjúkrahúsið þar sem barnið þitt liggur með næringu í æð og í dái og á aldrei möguleika aftur á eðlilegu lífi? Hvernig heldur þú að það sé að þurfa að fæða, klæða og skeina barnið þitt það sem eftir er?

Hefði ekki bara verið betra að keyra á löglegum hraða eða var "kúlið" alveg að drepa þig? Það gerði það reyndar á endanum.

Höf. Garðar Örn Hinriksson

03.08.2011 18:44

Stutt bil milli bíla.


mynd Jónas Sigmarsson Færeyjar

Enn og aftur vil ég minna á að hafa nægt bil milli bíla. Gott er að miða við að sjá malbikið á milli bíla þegar þú ert stopp fyrir aftan bíl. En þegar ekið er á ferð er gott að miða við 1 m fyrir hvern km í hraða( 90km/klst þá 90 m). Eða bara 3 sekundna regluna sem allir þekkja.

15.07.2011 14:25

Ölvunarakstur.

Að aka ölvaður eða undir áhrifum vímuefna er óafsakanleg hegðun.



Víkurfréttir | 15. júlí 2011 | 11:40:12

Ölvaður ökumaður ók niður ljósastaur´
Ökumaður grunaður um ölvunarakstur ók niður ljósastaur við á Hafnargötu rétt fyrir klukkan 6 í morgun. Svo virðist sem sem ökumaður hafi ekki einungis ekið ljósastaurinn niður heldur hreinlega ekið yfir staurinn eftir að hann féll í jörðina.

Ökumaður var handtekinn og færður á lögreglustöð.

VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson


06.07.2011 10:29

Fjöldi banaslysa

Athygglisverðar fréttir og nú er spurningin hvort að ökunám svíanna sér skila sér í þessum tölum..

Banaslysin hafa ekki verið færri í 60 ár

Þýska hagstofan segir að 3.648 hafi látist í umferðarslysum í fyrra. Ekki hafa jafn fáir látist í umferðinni í Þýskalandi frá því mælingar hófust fyrir 60 árum.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í fyrra voru skráð 2,4 milljónir umferðarslysa á þýskum vegum, en slysin hafa ekki verið fleiri í 11 ár.

Árið 1970 var mannskæðasta árið á þýskum vegum. Þá létust 21.332 í umferðinni. (mbl.is)

Mun fleiri deyja í umferðinni Svíþjóð fyrstu sex mánuði ársins.

147 manns létu lífið í umferðarslysum í Svíþjóð fyrstu sex mánuði ársins. Það eru tæplega þrjátíu prósentum fleiri en á sama tímabili í fyrra.

23 gangandi vegfarendur, 83 ökumenn eða farþegar í bílum og 21 á mótorhjólum létust á tímabilinu. Umferð hefur aukist um rúm tvö prósent á þjóðvegum landsins á þessu ári. Þá á eftir að draga frá sjálfsmorð, en þau voru þrjátíu talsins í umferðinni í fyrra. Að öðru leyti hafa yfirvöld ekki skýringar á muninum. (fréttablaðið)

05.07.2011 21:55

Nýtt ökuskírteini.

Sláandi frétt sem gæti verið um hvern sem er!!!!!

Fékk ökuskírteini þremur dögum áður en hann olli umferðarslysi
Vísir Innlent 05. júlí 2011 10:39
Áreksturinn var harður. Kona á fertugsaldri liggur á gjörgæslu eftir slysið.

Áreksturinn var harður. Kona á fertugsaldri liggur á gjörgæslu eftir slysið. Mynd Villi
Það var sautján ára ökumaður sem olli slysi við Gullinbrú í Grafarvoginum á föstudeginum en kona á fertugsaldri liggur þungt haldin á gjörgæslu eftir áreksturinn.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er slysið rakið til hraðaksturs en ökumaðurinn fékk ökuskírteinið sitt þremur dögum fyrir slysið samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Ungi ökumaðurinn var að aka suður Gullinbrú þegar hann missti stjórn á ökutækinu sem fór þá í hliðarskriði yfir á gagnstæða akbraut og lenti framan á bifreið sem ekið var til norðurs.

Fjórir voru fluttir á slysadeild en beita þurfti klippum til þess að ná tveimur farþegum út.

Málið er enn í rannsókn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

22.06.2011 22:51

Munnlegt ökupróf.

Var að setja inn nokkur svör við spurningum sem gætu komið á munnlega hluta verklegs ökuprófs. En þó svo að þær komi ekki á prófinu þá er gott að vita þetta upp á framtíðina. Er undir ökunámið.

Answer to the oral part of the driving test.

29.05.2011 16:52

Ökuskóli


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

     

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ökukennarar á Suðurnesjum. Verð námskeiðanna

  verða eftirfarandi, Ö-1 á  12.000,-og Ö-2 á 12.000,-, og greiðist í fyrsta

tíma. Ökunemar eru minntir á að hafa með sér námsbókina, ökunámsbók til stimplunar,

og skriffæri. Kennslan er í stofu 331.

Næstu námskeið verða eftirfarandi.

Ö-2

Mánudaginn                 6.  júní   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Þriðjudaginn                 7.  júní  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Fimmtudaginn               9. júní  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

 

Ö-1

Mánudaginn                  20.  júní  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

 

 

 

 

 

Þriðjudaginn                  21.  júní  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Fimmtudaginn               23.  júní   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Ö-2

Mánudaginn                 4.  júlí   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

 

Þriðjudaginn                 5.  júlí  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Fimmtudaginn              7.  júlí  kl.  19:00 til kl. 22:00

 

 

 

Ö-1

Mánudaginn                 18.  júlí  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Þriðjudaginn                19.  júlí  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Fimmtudaginn              21.  júlí  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

ATH !

 

Ö-2

Þriðjudaginn                  2.  ágúst   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

Miðvikudaginn               3.  ágúst  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Fimmtudaginn               4.  ágúst   kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

 

Ö-1

Mánudaginn                15.  ágúst  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Þriðjudaginn                16.  ágúst  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

 

Fimmtudaginn             18.  ágúst  kl. 19:00, til kl. 22:00

 

23.05.2011 12:23

Vistakstur



Vistakstur er akstursmáti sem stuðlar að bættu umferðaröryggi en ekki síst eldsneytissparnaði. Með því að læra og temja sér vistakstur má spara allt að
10 - 15 % eldsneyti. Umferðaröryggið felst í því að með vistakstri þarf ökumaðurinn að vera meira vakandi fyrir umhverfi sínu til að ná árangri.

Ég hef sótt námskeið og aflað mér kennsluréttinda í vistakstri. Þannig að ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur vistakstur endilega hafið samband.



13.05.2011 12:33

Ólöglega lagt.

Ólöglega lagt.
Hef verið að velta því fyrir mér af hverju íslendingar séu svona duglegir að leggja ólöglega. Helst vilja þeir leggja eins nálægt þeim stað sem heimsækja á. En það sætir furðu hvað fólk leggur ólöglega nálægt líkamsræktarstöðvum og fara svo inn og hlaupa jafnvel tugi kílómetra á brettum. Hvernig væri að leggja aðeins lengra frá og líta á það sem upphitun að ganga í stöðina.

Dæmi: tók þessa mynd í morgun við líkamsræktarstöð og sá fitt og flotta frú skokka með skóna sína í stöðina.



Ef þessi bíll væri bíllengdinni aftar þá væri honum rétt lagt og skyggði ekki á gatnamótin.

Hinu megin á horninu var svo þessi upp á gangstétt og á frárein.


02.05.2011 18:33

Ofsaakstur


Nú þegar byrjar að sumra þá koma mörg vélhjól á göturnar og þá þarf að hafa augun betur opin.
En vélhjólafólk munið að það gilda sömu umferðarlög fyrir ykkur líka, akið af skynsemi.

Innlent | mbl | 2.5.2011 | 17:30 | Uppfært 18:24

Tekinn á 181 km hraða á Suðurlandsvegi

stækka

mbl.is/Júlíus

Ökumaður bifhjóls var stöðvaður af lögreglu á 181 km hraða á Suðurlandsvegi eftir hádegi í dag. Atvikið átti sér stað á vegakafla á milli hraðaeftirlitsmyndavéla í Ölfusi og ók ökumaðurinn í vesturátt.

Hann sinnti strax stöðvunarmerkjum lögreglu og var boðaður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður. Að því loknu var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og var hald lagt á bifhjólið á meðan rannsókn stendur yfir.

Í framhaldi verður tekin ákvörðun um það hvort bifhjólið verður gert upptækt.

14.04.2011 13:30

GPS

Óli Tynes skrifar: Tekið af www.visir.is

Sænsk yfirvöld íhuga að banna GPS leiðsögutæki í bílum. Sænska umferðarráðið villl raunar ganga lengra og setja allsherjarbann á allan rafeindabúnað sem ekki beinlínis þarf til þess að bíllinn fari í gang. Til þess telst náttúrlega netið, twitter og annar slíkur óþarfi.
Svíar leggja mikla áherslu á umferðaröryggi og voru til dæmis með fyrstu þjóðum sem kröfðust handfrjáls búnaðar fyrir farsíma. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ýmis nýr aukabúnaður komið í bíla.
Markmið umferðarráðs núna er að losna við allan búnað sem tekur athygli ökumanns eitt augnablik af veginum framundan.


14.04.2011 13:19

Reykjanes

Þrjár greinar á vf.is um umferðaróphöpp.
Kæru lesendur farið nú varlega því ekkert er betra en koma heil heim.

Frétt eitt.

Frétt tvö.

Frétt þrjú

Munið einnig að þann fimmtánda er tími nagladekkjanna liðinn í bili.

Flettingar í dag: 1132
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 562
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 301975
Samtals gestir: 44943
Tölur uppfærðar: 8.4.2025 20:18:21

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar

Eldra efni