21.01.2012 17:09

sms og akstur

Að aka bifreið er full vinna.

Að senda sms, mms og hvað þetta allt heitir á ekki við. Að vera á netinu á heldur ekki við. Einfaldlega látið símann vera. Neyta matar eða drykkjar á heldur ekki við. Að mála sig eða bera á sig varalit á heldur ekki við.

Munið að hafa fulla athygli við aksturinn þannig komumst við heil heim.

Myndband sem vert er að skoða sjáið sérstaklega viðbrögð barnanna. Viljum við valda svona kvöl.

19.01.2012 18:01

Ölvunarakstur og hraðakstur

Ábending

Ölvunarakstur og hraðakstur

Ölvunarakstur og hraðakstur eru meðal algengustu orsaka banaslysa í umferðinni. Ökumaðurinn sem fórst var bæði ölvaður og ók of hratt. Það verður seint brýnt nægjanlega fyrir ökumönnum hversu mikið hættuspil ölvunarakstur og hraðakstur er. Ef áfengis er neytt fram á nótt getur það tekið líkamann langt fram á næsta dag að losa sig við það úr blóðinu. Ekki er óhætt að aka bifreið fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu og ökumenn hafa hvílst vel.
(úr skýrslu RNU 2010)

10.01.2012 12:23

vetrarveður.

Nú er allra veðra von og oft ekki hundi út sigandi. Endilega farið varlega í þessari færð því slysin gera ekki boð á undan sér. Ekki fara út bara til að fara út. Það er nefnilega oft sem við förum út nánast að óþörfu. Höldum okkur bara heima við ef við getum. Það hefur nefnilega aldrei orðið það vont veður að því ljúki ekki og það er best að bíða það bara af sér.

04.01.2012 18:24

Reynslusaga

 
Jón Geir Ólafsson bað um að þessu yrði dreift: "Ég upplifði skelfilegan atburð í dag (4-1) og er óendanlega þakklátur fyrir að það fór betur en á horfðist. Þannig var að við fórum á Selfoss í dag með tilheyrandi snúningum þar í bæ en ég var að keyra eftir götu þar sem bæði er leikskóli og grunnskóli og var meðvitaður um það og fór því rólega ca 25 til 30 kmh en þarna eru snjóruðningar og hálka o......g einnig sól lágt á lofti, þá gerist það að barn kemur hlaupandi út á götuna ég beigi frá og reyni að afstýra árekstri en á ekki möguleika það kemur smellur barnið lendir uppá húdd og síðan í götunni, ég segi Ólöfu Rögnu að hringja í 112 ætla ekki að reina að lýsa því hér hvað ég hugsaði þegar ég hljóp útúr bílnum, en þó var það léttir að sjá strákinn sitjandi og með meðvitund og eftir litla stund vildi hann bara halda áfram labbandi heim, en auðvita var beðið eftir sjúkrabíl og síðan farið í tékk á sjúkrahúsið, en þetta fór vel sem betur fer. En mig langar að biðja ykkur ágætu vinir að deila þessu því nú eru skólarnir að byrja og enn meiri ástæða til að fara með gát þar sem börn eru á ferð og ég vil engum að þurfa lenda í svona kringumstæðum."

03.01.2012 11:52

Hækkun prófagjalda.

Nú um áramótin tók gildi ný gjaldskrá fyrir umferðaröryggisgjald US. Breytingin hefur þegar tekið gildi og verður innheimt samkvæmt henni frá og með deginum í dag 3-1-2012
.

Fyrir hvert skriflegt próf í öllum réttindaflokkum      800 kr. (var 500)

Fyrir hvert verklegt próf í öllum réttindaflokkum      1600 kr. (var 1000)

 

PRÓF, SKRIFLEG Fræðileg próf m/gjöldum: 2.900 kr.
Verklegt próf réttindaflokk B (bifreið)             8.000 kr.

 

 

29.12.2011 08:27

Ótitlað

Hreinsið snjóinn af bílunum

Huga þarf vel að börnunum í snjónum og gæta þess að þau séu ekki að ... stækka

Huga þarf vel að börnunum í snjónum og gæta þess að þau séu ekki að leika sér við umferðargötur, að sögn Umferðarstofu. mbl.is/Golli

Mikilvægt að hreinsa vel snjó af þökum bíla Ökumenn eru hvattir til að fara ekki út í umferðina nema ökutækin sé vel búin fyrir vetrarakstur, að sögn Umferðarstofu.

"Það er mikilvægt að hreinsa snjó vel af bílnum en það dugar ekki aðeins að hreinsa af rúðum, speglum og ljósum heldur er einnig mikilvægt að snjór sé hreinsaður af þaki bílsins svo hann renni ekki skyndilega fram á framrúðuna og byrgi ökumanna sýn. Slíkt getur skapað mikla hættu. Best er að nota sóp til þessa verks.

Varúð vegna vetrarleikja barna

Víða á landinu hefur snjóað töluvert og því má gera ráð fyrir að vetrarleikir meðal barna séu vinsælir þessa dagana. Samkvæmt lögreglu er nokkuð um það að börn príli upp á ruðninga og renni sér niður á götur. Slíkt er mjög varasamt og mikilvægt að foreldrar/forráðamenn brýni fyrir börnum sínum að gæta varúðar í leikjum sínum og að leiksvæðin séu valin fjarri umferð."

23.12.2011 10:17

jólakveðja

Gleðileg jól


Kæru nemendur og forráðamenn við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Megi komandi ár verða ykkur farsælt í umfeðinni.

jolasveinar7

Jólakveðjur

Kalli og Anna Pála

17.12.2011 10:40

Eyðublöð

Ný umsóknareyðublöð um ökuskírteini hafa verið lögð fram í samræmi við nýja reglugerð um ökuskírteini. Umsóknarblöðin eru af tveimur gerðum. Annars vegar "umsókn um ökuskírteini" þar sem sótt er um fyrsta ökuskírteini eða bætt við nýjum flokki. Hins vegar "umsókn um endurnýjun, endurveitingu eða skipti á erlendu ökuskírteini". Þá er eldra eyðublað einnig í notkun en það er umsókn um samrit ökuskírteinis. Ákveðið hefur verið að hætta forprentun umsóknareyðublaða en þess í stað að hafa eyðublöðin aðgengileg á vef lögreglunnar (logreglan.is). Ökukennarar og ökuskólar eru hvattir til þess að benda umsækjendum um ökuskírteini að fara á vef lögreglunnar og fylla út umsóknarformið og prenta síðan út, undirrita og afhenda í afgreiðslu sýslumanns, skila mynd og undirrita kennispjald. Síðan fer umsókn sína leið eins og áður til Frumherja ef þörf er á próftöku.

Eyðublað fyrir umsókn um endurnýjun löggildinar ökukennara mun einnig verða aðgengilegt á lögregluvefnum.



Eyðublöð eru að finna á vefslóðinni:


http://www.logreglan.is/utgafur_tenglar.asp?cat_id=12

10.11.2011 17:29

Ökunám

Get bætt við mig nemum nokkur pláss laus.
Endilega leitið upplýsinga í síma 8472514

09.11.2011 17:11

smá glens

 

09.11.2011 10:04

Huga þarf að mörgu.

Svona á ekki að gefa start

Rafgeymarnir vitlaust tengdir og allt fór í bál og brand



Það er ekki sama hvernig á að gefa start. Það borgar sig að vera með allt á hreinu áður en hafist er handa.

Sjá frétt í DV

07.11.2011 10:17

Þörf ábending.

Mjög þörf ábending endilega lesið yfir þessa grein í Víkurfréttum

Fréttir | 6. nóvember 2011 | 15:11:56
Ökumenn virða ekki stöðvunarskyldu á Fitjum


 

Lesandi hafði samband og lýsti áhyggjum sínum af því að umferðarmenningu á Reykjanesbraut við Fitjar. Lesandinn sem er atvinnubílstjóri sem fer a.m.k. tvær ferðir á dag um Reykjanesbrautina og segir í bréfi til Víkurfrétta að hann hafi margoft lent í því að ekið væri í veg fyrir hann þar sem Stekkur tengist Reykjanesbrautinni á Fitjum. Hann hafi því tekið sig til og vaktað gatnamótin um stund og fylgst með umferðinni. Það kom honum á óvart hversu margir virtu ekki stöðvunarskyldu á gatnamótunum.  Öll fréttin.

03.10.2011 20:54

Ofsaakstur

Þetta athæfi er ekki til fyrirmyndar og setur ljótan blett á unglinga. En munum að unglingarnir okkar eru yndislegir einstaklingar sem eru að fóta sig í lífinu.

Gripinn við ofsaakstur nýkominn með bílpróf
Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu för sautján ára pilts sem mældist á 140 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80.

Pilturinn var nýkominn með ökuskírteini og á, að sögn lögreglu, greinilega margt ólært. Var pilturinn sviptur ökuleyfi og gert að greiða verulega fjársekt.

 

15.09.2011 11:02

Úr ársskýrslu RNU fyrir 2010




Bifhjólaslys

Rannsóknir hafa sýnt að í slysum þar sem bifreið er ekið í veg fyrir bifhjól má rekja örsök í meirihluta tilfella til þess að ökumaður bifreiðarinnar tók ekki eftir bifhjólinu eins og átti sér stað í þessu slysi3. Ástæður þess að ökumenn taka ekki eftir öðrum ökutækjum, sérstaklega bifhjólum, eru margvíslegar. Þó liggur fyrir að ökumenn virðast beina athygli sinni mest að því sem þeim stafar mest hætta af, þ.e. stórum ökutækjum4. Einnig er litur bifhjóla og fatnaðar bifhjólafólks oft og tíðum dökkur og ekki áberandi. Ökumaður bifhjólsins í þessu slysi var svartklæddur og hjólið svart og rautt. Rannsóknir benda til þess að bifhjólamenn geti aukið öryggi sitt um 35-40% sitt með því að klæðast flúrljómandi fatnaði5 (e. fluorescent clothing). Niðurstöður sömu rannsóknar benda einnig til þess að litur á hlífðarhjálmum skipti máli. Minni líkur séu þannig á að ekið sé í veg fyrir bifhjólamann sem ber hvítan hjálm en svartan. Rannsóknarnefnd umferðarslysa beinir því til bifhjólafólks að huga vel að sýnileika sínum.

Akstur bifhjóla krefst mun meiri aksturstækni en akstur bifreiða. Stefnu bifhjóla er að miklu leyti stjórnað með því að halla líkama og hjóli og ökumaður bifhjóls stjórnar yfirleitt bæði fram- og afturhemli. Fyrstu viðbrögð ökumanns við óvæntum og hættulegum aðstæðum, s.s. þegar ekið er í veg fyrir hann, skipta afar miklu máli. Hætta er á að ökumaður beiti afli á hemla og læsi þannig hjólum. Þegar hjól bifhjóls læsist þá missir ökumaðurinn stjórn á því og hjólið fellur í götuna. Mikilvægt er að bifhjólamenn æfi viðbrögð við óvæntum hættum í umferðinni reglulega.

29.08.2011 18:41

Munnlegt bílpróf.

Svör við spurningum sem gætu komið á munnlegum þætti ökuprófs.

Munnlegt bílpróf.

Oral part of the driving test.

Gangi ykkur svo vel...

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 568
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 299593
Samtals gestir: 44779
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:57:49

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar

Eldra efni