31.03.2013 11:04Slæm hegðunÞað vakti furðu lögreglumanna í kvöld er þeir voru við eftirlit í austurborginni að yfir gatnamót skammt frá þeim var lítilli vespu ekið yfir gatnamótin, gegn rauðu umferðarljósi. Það er svosem ekki frásögu færandi að lögreglumenn verða vitni að umferðarlagabrotum en þetta gerði það samt. Faratækið, litla vespan, hafði... að bera ökumann (13 ára) auk þrjá farþega á sama aldri. Sá sem fremst "sat" var í hnipri undir stýrinu, annar hélt utan um þann farþegann. Þriðji var svo ökumaðurinn og aftan við hann sat fjórði farþeginn og ríghélt sér í ökumanninn. Sá sem aftast sat var sá eini með hjálm. Þéttsetinni vespunni var svo botngefið yfir þessi fjölförnu gatnamót, þar sem umferðarhraði er yfirleitt mikill, gegn rauðu umferðarljósi. Mildi þykir að ekkert kom fyrir. Lögregla stöðvaði háttsemi þeirra og "las þeim pistilinn". Öll börnin voru færð í hendur foreldra og farið yfir málsatvik. Foreldrar þeirra ætluðu í kvöld að fara betur yfir þetta með börnum sínum. Skrifað af Karl Einar 26.03.2013 07:49ÓtitlaðFerðaðist vítt og breytt um landið og svindlaði á bílprófum fyrir aðraAthugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Það er Aftenposten sem greinir frá málinu en þar kemur fram að karlmaðurinn hafi vísað fölsuðum skilríkjum og svo tekið prófið. Þetta hafi hann gert að minnsta kosti þrisvar sinnum og hefur nú verið dæmdur fyrir að villa á sér heimildir. Þá séu einnig til dæmi um að einstaklingar svindli með aðstoð tækninnar. Til þess að sporna við þessum vanda eru prófin tekin upp á eftirlitsmyndavél auk þess sem persónuskilríki eru könnuð ítarlega. Skrifað af Karl Einar 06.03.2013 11:15ÓfærðFyrst fólk fer á annað borð út í ófærðina þá þar að aka eftir aðstæðum og hafa gott bil á milli bíla. Sýnist það hafa ekki verið gert í þessu tilfelli. 20 bíla árekstur í FossvoginumÁrekstur 20 bíla varð á Hafnarfjarðarvegi, við Fossvog, skömmu eftir klukkan hálfellefu í morgun. Tveir tækjabílar og sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á leiðinni á vettvang, en einhver slys urðu á fólki. Ekki er vitað hvort einhver slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við umferðartöfum á þessum slóðum næstu tvær klukkustundirnar af þessum sökum. Margir hafa fest bíla sína á Hafnarfjarðarveginum og þarna er "gríðarlegt öngþveiti" samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Skrifað af Karl Einar 22.02.2013 15:59ÓtitlaðMér þykir þetta alltaf jafn skemmtileg sjón ;) Allir svo fínir og vel sjáanlegir NEMA FYRIRMYNDIRNA skyldi maður ætla. Er kannski ekkert kúl að fara í vesti þegar maður er orðinn fullorðinn.... Hvað finnst ykkur....? Skrifað af Karl Einar 22.02.2013 09:42ÓtitlaðFéll 107 sinnum á bílprófinuÞað er ekki annað hægt en að dáðst að þrautseigjunni, en hversu oft þarf maður eiginlega að falla á bílprófinu til að átta sig á því að maður eigi ekki heima undir stýri? Á vef breska blaðsins Telegraph segir í gær frá 28 ára gömlum Lundúnabúa sem hefur reynt 107 sinnum að ná skriflega bílprófinu, án árangurs. Í prófinu þarf að svara 50 krossaspurningum á 57 mínútum og er gerð krafa um 43 rétt svör. Annar hluti prófsins er einskonar hættumatspróf, en í því þarf að svara 44 spurningum réttum af 75. Ökunemar þurfa að standast báða hluta skriflega prófsins til að mega setjast undir stýri með prófdómara sér við hlið. Próftökugjaldið er um 6.000 krónur íslenskar svo hinn óheppni, en áhugsami, ökunemi hefur eytt samtals 650.000 krónum í tilraunirnar 107. Metfjöldi tilrauna í verklega hlutann á fertugur maður frá Stoke on Trent, en 37 tilraunir hans kostuðu hann jafnvirði 450.000 króna. Erfiðið bar þó árangur og hann náði prófinu að lokum. Talsmaður ökuskóla sagði að hér væri vissulega um óvenjulega margar tilraunir að ræða, en mikilvægt væri að muna að hver og einn lærir á sínum hraða. Ennfremur sýndi þessi þrautseigja hversu mikilvægt bílprófið væri flestu fólki - það væri áfangi sem fólk kepptist að vegna frelsis og sjálfstæðis sem það hefði í för með sér. Skrifað af Karl Einar 21.01.2013 18:51Ökuskírteini21. janúar 2013
Breytingar á reglum er lúta að ökuskírteinum tóku gildi 19. janúar s.l., sbr. reglugerð nr. 27/2013 um breytingu á reglugerð um ökuskírteini Gildistími: Ökuskírteini sem áður voru gefin út til sjötugs verða nú gefin út til 15 ára í senn, þó aldrei lengur en til 70 ára aldurs. Þetta á við um ökuréttindi á fólksbifreið, létt bifhjól, bifhjól og dráttarvél (flokkar B, BE, AM, A1, A2, A og T).Gildistími allra annarra ökuréttindaflokka s.s. stór ökutæki og leigubíla (C1-, C-, D1-, D-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk) verða áfram 5 ár eins og verið hefur. Skírteini sem voru í gildi fyrir 19. janúar mun þurfa að endurnýja fyrir 2033, þó svo að gildistími þeirra sé lengri. Bifhjól: Nýr flokkur bifhjóla bætist við og aldursskilyrði til að aka stórum bifhjólum breytast: 1. Nýr réttindaflokkur bifhjóla bætist við, A2-flokkur, sem er bifhjól upp í 35kW. 2. Aldursskilyrði fyrir o A1-flokk breytast ekki, verða áfram 17 ár en aldursskilyrði fyrir o A2-flokk verður 19 ár. o A-flokk. Til að öðlast ökuréttindi á aflmeiri bifhjól en A2-flokkur felur í sér þarf annaðhvort § að hafa tveggja ára reynslu á bifhjól í A2-flokki og því er það í fyrsta lagi 21 árs eða § að vera orðinn 24 ára.
Reynsla á bifhjól í AM- og A1-flokki telst ekki með í þessari tveggja ára reynslu.
Skrifað af Karl Einar 13.01.2013 16:37ReiðhjólMunum að reiðhjól er ökutæki og hefur sama rétt og aðrir í umferðinni. Skrifað af Karl Einar 12.01.2013 12:37ÓtitlaðÞessi frétt er ekki óalgeng.Eina ráðið til að forðast svona óhöpp er að vera á vel búnum bíl og fara rólega. Þrjár bílveltur á ReykjanesbrautEnginn slasaðist alvarlega í þremur bílveltum á Reykjanesbraut á fjörutíu mínútum í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins varar ökumenn við fljúgandi hálku sem er á veginum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fyrst hafi verið tilkynnt um bíl utan vegar í Straumsvík. Þrír voru í bílnum en meiðsli þeirra voru aðeins minniháttar. Sjúkraflutningamenn voru varla komnir í hús þegar næsta tilkynning barst en hún var á sama stað. Einnig voru þrír í þeirri bifreið en enginn slasaðist. Að lokum barst þriðja tilkynningin um bílveltu en þá var einn í bílnum og komst sjálfur út úr honum. Skrifað af Karl Einar 11.12.2012 11:06Ótitlað![]() Þreyttur ökumaður út í móa![]() Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning um undarlegt aksturslag á Reykjanesbraut. Þar hefði verið í gangi eins konar svigakstur á vegkaflanum milli Voga og Grindavíkur. Fylgdi sögunni að ökumaðurinn hefði ekið bifreiðinni út af veginum og eitthvert út í móa. Lögregla hóf þegar að leita bifreiðar og ökumanns og fann hvoru tveggja á vegslóða við Vogana. Ökumaður tjáði lögreglumönnum að hann hefði verið orðinn mjög þreyttur og því farið út af Reykjanesbrautinni til að leggja sig, sem var vitaskuld hið eina rétta í stöðunni. Skrifað af Karl Einar 10.12.2012 11:40ÓtitlaðHvenær ætlar Reykjanesbær að fjarlægja þessa slysagildrur af hringtorgunum.
Víkurfréttir | 10. desember 2012 11:06
Endaði uppi á miðju hringtorgiÖkumaður fólksbifreiðar endaði för sína uppi á miðju hringtorgi við Bolafót í Njarðvík í morgun. Ekki er vitað hver ástæðan var fyrir því að bíllinn endaði uppi á hringtorginu en hann stöðvaðist á stóru grjóti skammt frá vörðunni sem þar er. Ekki var hálka á vegum þegar óhappið varð. Flutningabíll var kallaður á staðinn til að koma bílnum af vettvangi. Ekki urðu nein slys á fólki. - Skrifað af Karl Einar 27.11.2012 17:07ÓtitlaðHrina umferðaróhappa í hálkunniMörg umferðaróhöpp hafa orðið á Suðurnesjum á undanförnum dögum, sem flest hafa orðið vegna hálku. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi með þeim afleiðingum að hún hafnaði skilti utan vegar. Önnur bifreið hafnaði á kantsteini af sömu sökum og urðu skemmdir á hjólabúnaði hennar. Á Reykjanesbraut missti ökumaður stjórn á bifreið sinni vegna hálku og hafnaði bifreiðin utan vegar eftir að hafa rekist utan í aðra bifreið. Fjórðu bifreiðinni var ekið á ljósastaur á Grænásvegi. Auk þessa varð minni háttar árekstur í Njarðvík í gær og tilkynnt var til lögreglu um skemmdir á bifreið eftir að ekið hafði verið utan í hana. Sá sem þeim olli lét sig hverfa af vettvangi. Skrifað af Karl Einar 24.11.2012 15:11ÓtitlaðNú er úti eðal aðstæður fyrir hálku! Skrifað af Karl Einar 23.11.2012 15:24ÓtitlaðInnlent | mbl | 23.11.2012 | 15:10
Ungir ökumenn undir áhrifum fíkniefnaLögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um tvítugt vegna gruns að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumannanna, kona sem handtekin var í gær, reyndist vera með tóbaksblandað kannabis í bílnum. Við húsleit heima hjá henni fannst meira af tóbaksblönduðu kannabisefni. Hinn ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, hamaðist á bifreið sinni á plani við Fjölbrautarskólann á Suðurnesjum og ók ítrekað upp á kanta á planinu þar til að hann affelgaði með því annað framdekk bifreiðarinnar. Hann hélt þó áfram að þenja bílinn um stund og láta hann "skransa" á planinu. Maðurinn var kominn út úr bílnum, þegar lögreglan handtók hann og kvaðst ekki hafa ekið. Síðar sá hann svo að sér og viðurkenndi brot sitt. Skrifað af Karl Einar Flettingar í dag: 283 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 568 Gestir í gær: 31 Samtals flettingar: 299823 Samtals gestir: 44800 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 12:11:52 |
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is