19.02.2014 13:28

Ótitlað

19.02.2014 13:14

Ótitlað

Ætli þetta sé það sem koma skal ? Held ekki !!


Vilja banna fátæka ökumenn

Umferðarteppur í Dúbaí fara í taugarnar á ríku fólki

Komið hefur til tals í Dúbaí að banna fátækari þegnum landsins að nota þjóðvegina þar. Í Dúbaí má sjá mikið af ofursportbílum og ekki er óalgeng sjón að sjá þar t.d. yfirgefna Ferra Enzo í vegarkanti. Þar í landi er lögreglan líka mest á ofurbílum og nú síðast voru þar keyptir MP4-12C McLaren-bílar fyrir þjóðvegaeftirlit þeirra. Mikið álag á þjóðvegum og umferðarhnútar hafa leitt til þess að yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að það komi nú til greina að hækka tryggingar, bensínverð og bifreiðagjöld það hressilega að einungis virkilega vel efnað fólk hafi efni á að keyra á þjóðvegum landsins.

11.11.2013 07:35

Ótitlað

Akstur og notkun farsíma fara ekki saman!

03.11.2013 22:47

Ótitlað

Þau gerast varla flóknari hringtorgin !!


17.09.2013 10:43

Ölvunarakstur

Ölvunarakstur er dauðans alvara.
Endilega horfið á Kastljós frá því í gærkvöldi.
Kastljós RUV 16-9-1013

03.07.2013 06:47

Ótitlað

Eiginlega skylda að lesa þessa sögu!

Jón leit á hraðamælinn áður en hann hægði á sér; 130 á 90 km svæði..
fjórða skiptið á jafn mörgum mánuðum.
Hvernig var hægt að láta ná sér svona oft?

Hann hægði á sér og fór út í kant, en ekk nógu langt og stóð bílinn aðeins út á veginn. Æi, ég leyfi löggunni að hafa áhyggjur af hættunni sem skapast af því að bíllinn sé að hluta inn á veginum. Kannski mun einhver annar bíll skrapa utan í löggubílinn með speglinum..vona það.

Lögreglan steig út úr bílnum og nálgaðist bílinn, æi var þetta Gummi úr fótboltanum... Jón lét sig falla ofan í hálsmálið á frakkanum. Þetta var nú verra en að fá sekt, þvílíkt vandræðalegt. Lögga úr hverfinu, að ná manni og mig sem langaði bara að komast heim á skikkanlegum tíma eftir langan dag á skrifstofunni. Maður sem ég ætlaði að spila golf við á morgun.

Hann stökk út úr bílnum og ákvað að taka í höndina á þessum manni sem hann hitti á hverri æfingu með strákunum.

"Hæ Gummi. Gaman að sjá þig."

"Sæll Jón." Ekkert bros

"Þarna náðirðu mér á slæmu mómenti, bara að flýta mér heim að hitta börnin og konuna þú skilur."

"Já, ætli það ekki."

Gummi virtist ekki viss. Gott mál.

"Oh það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni undanfarið. Ég veit ég var kannski að keyra aðeins of hratt, en bara núna sko."

"Jónína var búin að minnast á steik og með því í kvöldmatinn. Þú skilur hvað ég meina?"

Loksins svaraði Gummi, "Já ég veit hvað þú meinar. Ég veit líka að þú hefur fengið nokkrar sektir undanfarið."

Glatað! Þetta virtist ekki vera á réttri leið. Tími kominn til að breyta um aðferð.

"Hvaða hraða mældirðu mig á?"

"130, viltu koma og setjast inn í aftursætið á bílnum hjá mér?"

"Nei bíddu nú rólegur Gummi. Ég leit á mælinn um leið og ég sá þig. Ég var rétt á 105." Það var orðið auðveldara að ljúga með hverri sektinni.

"Viltu koma hér inn í bílinn Jón, gjörðu svo vel."

Pirraður fór Jón í aftursætið á lögreglubílnum. Hann skellti sér aftur í sætið og starði fram fyrir sig. Mínúturnar liðu. Gummi skrifaði eitthvað á blað. Af hverju var hann ekki búinn að biðja mig um ökuskírteinið? Jæja það skipti nú ekki máli hann ætlaði sko ekki að koma nálægt honum á næsta fótboltamóti.

Hann hrökk við þegar Gummi stóð upp og opnaði hurðina fyrir honum aftur. Þegar hann stóð upp úr bílnum rétti Gummi honum samanbrotið blað.

Jón hrifsaði það úr höndunum á honum. Gummi sagði honum að setjast í bílinn og fara, hann settist sjálfur í lögreglubílinn og gerði sig líklegan að fara.

Jón settist upp í bílinn sinn og opnaði blaðið.

Það var þó engin sekt. Hvað var þetta? Einhver brandari eða? Jón byrjaði að lesa:

Sæll jón
Eitt sinn átti ég dóttur. Hún var sex ára þegar hún lést í bílslysi. Já, það er rétt hjá þér - vegna ofsaaksturs. Sekt og þriggja mánaða fangelsi var dómurinn svo var maðurinn frjáls. Frjáls til þess að knúsa dætur sínar. Allar þrjár. Ég átti bara eina dóttur og nú þarf ég að bíða eftir að komast til himnaríkis til þess að fá að faðma hana aftur. Ég hef reynt þúsund sinnum að fyrirgefa manninum. Þúsund sinnum hélt ég að mér hefði tekist það. Kannski gerði ég það, en ég þarf að gera það aftur. Enn þann dag í dag. Í guðana bænum farðu varlega. Sonur minn er það eina sem ég á eftir.
Kv. Gummi

Jón sneri sér við og sá lögreglubílinn keyra í burtu. Jón starði á eftir honum. 15 mínútum síðar startaði hann bílnum og keyrði af stað, hægt. Hann bað í huganum um fyrirgefningu og faðmaði konuna sína og börnin þegar hann kom heim.

14.06.2013 16:00

Ótitlað

Það sem bíður hjá þessum unga manni er svifting og akstursbann. Sérstakt námskeið og endurupptaka ökuréttinda. Sýnist að kostnaðurinn verði 130.000 kr að lámarki. Hvað þarf kappinn að hafa í tekjur til þess að borga þessa sekt.

Var með ökuréttindi í nokkrar mínútur

 

mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Það var heldur stutt gamanið hjá unga ökumanninum sem lögreglan stöðvaði á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Sá var í sinni allra fyrstu ökuferð, en viðkomandi hafði öðlast ökuréttindi nokkrum mínútum áður en lögreglan stóð hann að hraðakstri.

Bíll ökumannsins mældist á tæplega 120 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 60. Fátt var um svör þegar spurt var um aksturslagið, en vonandi lærir ungi ökumaðurinn sína lexíu og kemur aftur í umferðina sem betri ökumaður. Hann fær nú tíma til að hugsa ráð sitt, en bæði svipting og sekt liggur við hraðakstri af þessu tagi.

26.05.2013 22:07

Ekki til fyrirmyndar.

Þriðji hver stoppaði ekki

Mörg börn áttu leið um gatnamótin

Starfsmenn VÍS fylgdust nýverið með stöðvunarskyldu á hættulegum gatnamótum. Niðurstaðan var sú að þriðjungur ökumanna stöðvaði ekki og stefndu því fólki í hættu með atferli sínu. Mörg börn áttu leið um gatnamótin og var gangbrautarvörður þeim til aðstoðar. Samkvæmt slysa- og tjónaskráningu VÍS undanfarin fimm ár urðu 9% umferðaróhappa og -slysa þar sem bið-, stöðvunarskylda eða hægri réttur voru ekki virt.

15.05.2013 07:07

Af mbl.is

Fleiri banaslys vegna sms sendinga en ölvunaraksturs

AFP

Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum Cohen barnaspítalans í New York látast fleiri ungmenni í banaslysum í umferðinni vegna sms sendinga undir stýri en vegna ölvunaraksturs.

Talið er að 3000 ungmenni látist í umferðarslysum á hverju ári í Bandaríkjunum vegna þess að þau eru að senda sms undir stýri. Til samanburðar látast 2.800 vegna ölvunaraksturs. Þá slasast að meðaltali 300 þúsund ungmenni þegar þau senda sms en 282 þúsund slasast vegna ölvunaraksturs.

Ástæðan ku ekki vera sú að hættulegra sé að senda sms undir stýri, heldur gera ungmennin það mun oftar en þau eru drukkin við akstur. Þó rannsóknin hafi aðeins náð til ungmenna má ætla að hún nái jafnframt til þeirra sem eldri eru. Nýleg rannsókn sýnir að nær helmingur ökumanna sendir sms á meðan þeir eru á akstri og er það enn algengara heldur en tíðkast á meðal ungmenna.

05.05.2013 23:17

Ein sem fer rétt yfir gangbraut.

05. maí 2013 - 20:15

Mynd dagsins: Löghlýðin rolla í Vestmannaeyjum

Ansi skondið atvik náðist á filmu í Vestmannaeyjum í dag, nánar tiltekið niður við höfnina, en þar urðu nokkrir bæjarbúar varir við einmanna rollu. Kindin var langt frá því að vera til vandræða, enda löghlýðin með eindæmum. Hér að neðan má sjá hvernig rollan trítlaði kurteisislega yfir götuna... og að sjálfsögðu notaði hún gangbrautina!


Myndina tók Eyþór Björgvinsson

22.04.2013 18:07

Umsögn.

Er ótrúlega glaður og sáttur með SMS sem ég fékk frá flottum dreng sem var að klára ökunámið. Það hljóðaði svona ! "Heyrðu , vill bara þakka fyrir mig. Það er búið að vera heiður að læra hjá þér meistari. Mun klárlega mæla með þér ef einhver spyr mig Takk fyrir :)  Kveðja Aron"

18.04.2013 14:35

Ánægjuleg frétt.

Með samstilltu átaki allra í umferðinni þá getum við lækkað þessar tölur og staðreyndir enn meira.

Sögulegur áfangi í umferðarmálum

Færri banaslys urðu árið 2012. stækka

Færri banaslys urðu árið 2012. Ómar Óskarsson

"Þarna má sjá sögulega áfanga í umferðamálum á Íslandi. Sérstaklega ef tekið er tillit til fækkunar slysa hjá börnum og ungmennum. Mig langar samt að undirstrika að við erum að tala um gríðarlegar fórnir sem eru óásættanlegar. Því megum við ekki gleyma okkur í gleðinni og það er óásættanlegt þegar slys verða," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingarfulltrúi hjá Umferðastofu.

Mikil fækkun banaslysa varð í umferðinni árið 2012. Þá fækkaði einnig alvarlegum slysum þar sem alvarleg meiðsl urðu á fólki. Þróun undanfarinna ára sýnir að færri börn og ungmenni hafa látist í umferðaslysum og að ungir ökumenn valda síður slysum en áður.  Þetta kom fram í skýrslu sem umferðastofa birti í dag.

Sjá frétt á mbl.is hér


17.04.2013 13:49

Hvar er náungakærleikinn.

Þetta er ljótt að sjá og alls ekki til fyrirmyndar.


Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á bifreiðastæði við Suðurhóla 35e í Breiðholti aðfaranótt sunnudagsins 14. apríl. Þar var ekið á kyrrstæðan R...enault Megane, en sá sem það gerði lét sig hverfa af vettvangi. Bíllinn er mikið skemmdur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um áreksturinn og/eða tjónvaldinn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum til lögreglunnar hér á fésbókinni. Tjónvaldurinn er jafnframt hvattur til að gefa sig fram.
Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 166
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 165785
Samtals gestir: 25587
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 12:27:45

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar