Færslur: 2013 Janúar21.01.2013 18:51Ökuskírteini21. janúar 2013
Breytingar á reglum er lúta að ökuskírteinum tóku gildi 19. janúar s.l., sbr. reglugerð nr. 27/2013 um breytingu á reglugerð um ökuskírteini Gildistími: Ökuskírteini sem áður voru gefin út til sjötugs verða nú gefin út til 15 ára í senn, þó aldrei lengur en til 70 ára aldurs. Þetta á við um ökuréttindi á fólksbifreið, létt bifhjól, bifhjól og dráttarvél (flokkar B, BE, AM, A1, A2, A og T).Gildistími allra annarra ökuréttindaflokka s.s. stór ökutæki og leigubíla (C1-, C-, D1-, D-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk) verða áfram 5 ár eins og verið hefur. Skírteini sem voru í gildi fyrir 19. janúar mun þurfa að endurnýja fyrir 2033, þó svo að gildistími þeirra sé lengri. Bifhjól: Nýr flokkur bifhjóla bætist við og aldursskilyrði til að aka stórum bifhjólum breytast: 1. Nýr réttindaflokkur bifhjóla bætist við, A2-flokkur, sem er bifhjól upp í 35kW. 2. Aldursskilyrði fyrir o A1-flokk breytast ekki, verða áfram 17 ár en aldursskilyrði fyrir o A2-flokk verður 19 ár. o A-flokk. Til að öðlast ökuréttindi á aflmeiri bifhjól en A2-flokkur felur í sér þarf annaðhvort § að hafa tveggja ára reynslu á bifhjól í A2-flokki og því er það í fyrsta lagi 21 árs eða § að vera orðinn 24 ára.
Reynsla á bifhjól í AM- og A1-flokki telst ekki með í þessari tveggja ára reynslu.
Skrifað af Karl Einar 13.01.2013 16:37ReiðhjólMunum að reiðhjól er ökutæki og hefur sama rétt og aðrir í umferðinni. Skrifað af Karl Einar 12.01.2013 12:37ÓtitlaðÞessi frétt er ekki óalgeng.Eina ráðið til að forðast svona óhöpp er að vera á vel búnum bíl og fara rólega. Þrjár bílveltur á ReykjanesbrautEnginn slasaðist alvarlega í þremur bílveltum á Reykjanesbraut á fjörutíu mínútum í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins varar ökumenn við fljúgandi hálku sem er á veginum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fyrst hafi verið tilkynnt um bíl utan vegar í Straumsvík. Þrír voru í bílnum en meiðsli þeirra voru aðeins minniháttar. Sjúkraflutningamenn voru varla komnir í hús þegar næsta tilkynning barst en hún var á sama stað. Einnig voru þrír í þeirri bifreið en enginn slasaðist. Að lokum barst þriðja tilkynningin um bílveltu en þá var einn í bílnum og komst sjálfur út úr honum. Skrifað af Karl Einar
Flettingar í dag: 78 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 568 Gestir í gær: 31 Samtals flettingar: 299618 Samtals gestir: 44783 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 02:19:15 |
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is