Færslur: 2012 Nóvember27.11.2012 17:07ÓtitlaðHrina umferðaróhappa í hálkunniMörg umferðaróhöpp hafa orðið á Suðurnesjum á undanförnum dögum, sem flest hafa orðið vegna hálku. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi með þeim afleiðingum að hún hafnaði skilti utan vegar. Önnur bifreið hafnaði á kantsteini af sömu sökum og urðu skemmdir á hjólabúnaði hennar. Á Reykjanesbraut missti ökumaður stjórn á bifreið sinni vegna hálku og hafnaði bifreiðin utan vegar eftir að hafa rekist utan í aðra bifreið. Fjórðu bifreiðinni var ekið á ljósastaur á Grænásvegi. Auk þessa varð minni háttar árekstur í Njarðvík í gær og tilkynnt var til lögreglu um skemmdir á bifreið eftir að ekið hafði verið utan í hana. Sá sem þeim olli lét sig hverfa af vettvangi. Skrifað af Karl Einar 24.11.2012 15:11ÓtitlaðNú er úti eðal aðstæður fyrir hálku! Skrifað af Karl Einar 23.11.2012 15:24ÓtitlaðInnlent | mbl | 23.11.2012 | 15:10
Ungir ökumenn undir áhrifum fíkniefnaLögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um tvítugt vegna gruns að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumannanna, kona sem handtekin var í gær, reyndist vera með tóbaksblandað kannabis í bílnum. Við húsleit heima hjá henni fannst meira af tóbaksblönduðu kannabisefni. Hinn ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, hamaðist á bifreið sinni á plani við Fjölbrautarskólann á Suðurnesjum og ók ítrekað upp á kanta á planinu þar til að hann affelgaði með því annað framdekk bifreiðarinnar. Hann hélt þó áfram að þenja bílinn um stund og láta hann "skransa" á planinu. Maðurinn var kominn út úr bílnum, þegar lögreglan handtók hann og kvaðst ekki hafa ekið. Síðar sá hann svo að sér og viðurkenndi brot sitt. Skrifað af Karl Einar 22.11.2012 22:50ÓtitlaðDrukkin amma með barnabarn í bílnumÞekkt eru dæmi um foreldra sem aka drukknir eða undir áhrifum fíkniefna með börn sín í bílnum. Lætur nærri að slík mál hafi komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu næstum mánaðarlega á síðasta ári. Fáheyrt er hins vegar að afar og ömmur gerist sek um slíkt dómgreindarleysi, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Í vikunni var kona stöðvuð við umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu, en sú reyndist vera drukkin við stýrið. Konan var ekki einsömul á ferð því með í för var ólögráða barnabarn hennar. Amman var handtekin og flutt á lögreglustöð, en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu barnsins og barnaverndaryfirvöld jafnframt upplýst um málið. Skrifað af Karl Einar
Flettingar í dag: 78 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 568 Gestir í gær: 31 Samtals flettingar: 299618 Samtals gestir: 44783 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 02:19:15 |
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is