Færslur: 2012 Janúar31.01.2012 11:08Aftaná keyrslur og höfuðpúðarÁhugavert viðtal um afleiðingar þegar ekið er aftaná. Aftanákeyrsla Skrifað af Karl Einar 24.01.2012 18:07Ótitlað
Skrifað af Karl Einar 24.01.2012 12:33ÓtitlaðHelmingur látinna 17 ára og yngriTólf létust í banaslysum í umferðinni í fyrra en helmingur þeirra voru ungmenni 17 ára og yngri og er það óvenju hátt hlutfall samanborið við undanfarin ár, samkvæmt Umferðarstofu.Þrjú af þeim sem létust voru 17 ára ökumenn bifreiða og einn jafnaldri þeirra var farþegi í bíl. 13 ára stúlka og 5 ára stúlkubarn létust þegar þær urðu fyrir bíl en fjórir af þeim sem létust í umferðinni í fyrra voru fótgangandi og er það einnig óvenju hátt hlutfall miðað við undanfarin ár. Skrifað af Karl Einar 23.01.2012 14:11Verðbreytingar.Gjaldskrárbreyting. Frá og með áramótum hækkar verð fyrir kennslustundina (45mín) úr 7500 kr í 8000 kr. Hækkunin er eins hófleg og hægt er þar sem gjaldskráin hefur verið sú sama síðan des 2009. Leiga á bifreið í próf verður 6500 kr Skrifað af Karl Einar 21.01.2012 17:09sms og aksturAð aka bifreið er full vinna. Að senda sms, mms og hvað þetta allt heitir á ekki við. Að vera á netinu á heldur ekki við. Einfaldlega látið símann vera. Neyta matar eða drykkjar á heldur ekki við. Að mála sig eða bera á sig varalit á heldur ekki við. Munið að hafa fulla athygli við aksturinn þannig komumst við heil heim. Myndband sem vert er að skoða sjáið sérstaklega viðbrögð barnanna. Viljum við valda svona kvöl. Skrifað af Karl Einar 19.01.2012 18:01Ölvunarakstur og hraðaksturÁbending Ölvunarakstur og hraðakstur Ölvunarakstur og hraðakstur eru meðal algengustu orsaka banaslysa í umferðinni. Ökumaðurinn sem fórst var bæði ölvaður og ók of hratt. Það verður seint brýnt nægjanlega fyrir ökumönnum hversu mikið hættuspil ölvunarakstur og hraðakstur er. Ef áfengis er neytt fram á nótt getur það tekið líkamann langt fram á næsta dag að losa sig við það úr blóðinu. Ekki er óhætt að aka bifreið fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu og ökumenn hafa hvílst vel. Skrifað af Karl Einar 10.01.2012 12:23vetrarveður.Nú er allra veðra von og oft ekki hundi út sigandi. Endilega farið varlega í þessari færð því slysin gera ekki boð á undan sér. Ekki fara út bara til að fara út. Það er nefnilega oft sem við förum út nánast að óþörfu. Höldum okkur bara heima við ef við getum. Það hefur nefnilega aldrei orðið það vont veður að því ljúki ekki og það er best að bíða það bara af sér. Skrifað af Karl Einar 03.01.2012 11:52Hækkun prófagjalda.Nú um áramótin tók gildi ný gjaldskrá fyrir umferðaröryggisgjald US. Breytingin hefur þegar tekið gildi og verður innheimt samkvæmt henni frá og með deginum í dag 3-1-2012 Fyrir hvert skriflegt próf í öllum réttindaflokkum 800 kr. (var 500) Fyrir hvert verklegt próf í öllum réttindaflokkum 1600 kr. (var 1000)
PRÓF, SKRIFLEG Fræðileg próf m/gjöldum: 2.900 kr.
Skrifað af Karl Einar
Flettingar í dag: 283 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 568 Gestir í gær: 31 Samtals flettingar: 299823 Samtals gestir: 44800 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 12:11:52 |
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is