
Senn lýður að dekkjaskiptum.
Samkvæmt reglum er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. október. Því fer að lýða að því að bíleigendur verða að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna.