Tekið af www.pressan.is.
19. jan. 2011
Vetur + frost + brekka = Ávísun á meiriháttar vandræði fjölda bíla í fljúgandi hálkunni - MYNDBAND
Það er segin saga að þegar jafnan vetur + frost + myndbandsupptökuvélar er sett upp, þá er niðurstaðan oftar en ekki tóm vandræði.
Skiptir þá litlu hvort um er að ræða fólk sem ákveður að athuga hvort ísinn á vatninu sé nægilega traustur, þrátt fyrir vísbendingar um annað eða bílstjóra sem ákveða að leggja á fljúgandi hálar brekkur í vetrarhörkunum.
Og afraksturinn er stundum settur saman og settur á netið. Niðurstaðan? Hana má sjá hér að neðan, með þeirri áminningu að fara varlega í vetur!