Færslur: 2009 Desember22.12.2009 21:57JólakveðjaKæru ættingjar, vinir og aðrir landsmenn við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Það er von okkar að nýtt ár gefi okkur slysalaust umferðarár. Karl Einar, Anna Pálína, Sveinbjörg Anna, Þórhallur og Árni Vigfús. Skrifað af Karl Einar 18.12.2009 12:31Hálka
Votta ég aðstandum mína dýpstu samúð. Banaslys á Hafnarfjarðarvegi Tveir eru látnir eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi á móts við Arnarnesbrú um kl. 10 í morgun en þar skullu tveir bílar saman. Mikil hálka var á veginum þegar þetta gerðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þrír fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús, ökumaður annars bílsins og ökumaður og farþegi úr hinum bílnum. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir látnir og sá þriðji er alvarlega slasaður. Lokað var fyrir umferð á Hafnarfjarðarvegi í báðar áttir í kjölfar slyssins. Skrifað af Karl Einar 15.12.2009 06:53EndurskinsmerkiLas þessa athyglisverðu grein a VF.is og minni á að skemmdegið er í algreymi.Forðaði vatnsbyssa banaslysi í kvöld?Mér er um og ó. Ég var næstum búinn að keyra yfir barn! Ég var að keyra upp Aðalgötuna nú í kvöld,14. desember, rétt fyrir neðan Kasko, þegar lítill drengur kemur hlaupandi út úr myrkrinu frá vinstri. Það sem bjargaði var að ég var á lítilli ferð og hafði séð útundan mér hreyfingu til hægri sem reyndist svo vera annar pjakkur. Báðir voru þeir dökkklæddir og ekki með nein endurskinsmerki.Bremsurnar voru mjög góðar og ég hafði varan á mér. Það sem hjálpaði mér mikið var að sá sem hljóp fyrir bílinn hélt á einhverskonar gulu priki sem sennilega var vatnsbyssa? Það glampaði á þetta í ljósunum! Þessir samverkandi þættir urðu til þess að ekki er dáið barn og geðveikur afi og ónýt jól fyrir fjölda manns!!!Þeir hlupu inn í myrkrið en ég sat í sjokki og gat mig hverrgi hreyft. Vil ég skora á foreldra að klæða börnin ljósar og negla á þau endurskinsmerki og kenna þeim hvernig á að haga sér í umferðinni.
Pétur Skaptason
Skrifað af Karl Einar 13.12.2009 20:11Ölvunarakstur
Skrifað af Karl Einar 11.12.2009 19:21Jólin og umferðin.
Skrifað af Karl Einar 09.12.2009 18:12Skrikvagn og ökugerði.
Skrifað af Karl Einar 09.12.2009 09:27HálkaInnlent | mbl.is | 9.12.2009 | 07:45
Hálka á vegum á landsbyggðinniÞó svo að Morgunblaðið vari við hálku á landbyggðinni er oft mikil launhálka inn í borg og bæjum. Þrif á dekkjum við slíkar aðstæður er stór þáttur til að auka veggripið. En fyrst og fremst er að koma okkur aldrei í þær aðstæður að við missum stjórn á bifreiðinni. Varnarakstur heitir það þegar við ökum eftir aðstæðum og að fullri aðgæslu. Skrifað af Karl Einar 06.12.2009 12:47Útskrift
Skrifað af Karl Einar Óskarsson 03.12.2009 21:28Launhálka.
Hálka leikur ökumenn grátt
|
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is