03.07.2013 06:47ÓtitlaðEiginlega skylda að lesa þessa sögu! Jón leit á hraðamælinn áður en hann hægði á sér; 130 á 90 km svæði.. Hann hægði á sér og fór út í kant, en ekk nógu langt og stóð bílinn aðeins út á veginn. Æi, ég leyfi löggunni að hafa áhyggjur af hættunni sem skapast af því að bíllinn sé að hluta inn á veginum. Kannski mun einhver annar bíll skrapa utan í löggubílinn með speglinum..vona það. Lögreglan steig út úr bílnum og nálgaðist bílinn, æi var þetta Gummi úr fótboltanum... Jón lét sig falla ofan í hálsmálið á frakkanum. Þetta var nú verra en að fá sekt, þvílíkt vandræðalegt. Lögga úr hverfinu, að ná manni og mig sem langaði bara að komast heim á skikkanlegum tíma eftir langan dag á skrifstofunni. Maður sem ég ætlaði að spila golf við á morgun. Hann stökk út úr bílnum og ákvað að taka í höndina á þessum manni sem hann hitti á hverri æfingu með strákunum. "Hæ Gummi. Gaman að sjá þig." "Sæll Jón." Ekkert bros "Þarna náðirðu mér á slæmu mómenti, bara að flýta mér heim að hitta börnin og konuna þú skilur." "Já, ætli það ekki." Gummi virtist ekki viss. Gott mál. "Oh það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni undanfarið. Ég veit ég var kannski að keyra aðeins of hratt, en bara núna sko." "Jónína var búin að minnast á steik og með því í kvöldmatinn. Þú skilur hvað ég meina?" Loksins svaraði Gummi, "Já ég veit hvað þú meinar. Ég veit líka að þú hefur fengið nokkrar sektir undanfarið." Glatað! Þetta virtist ekki vera á réttri leið. Tími kominn til að breyta um aðferð. "Hvaða hraða mældirðu mig á?" "130, viltu koma og setjast inn í aftursætið á bílnum hjá mér?" "Nei bíddu nú rólegur Gummi. Ég leit á mælinn um leið og ég sá þig. Ég var rétt á 105." Það var orðið auðveldara að ljúga með hverri sektinni. "Viltu koma hér inn í bílinn Jón, gjörðu svo vel." Pirraður fór Jón í aftursætið á lögreglubílnum. Hann skellti sér aftur í sætið og starði fram fyrir sig. Mínúturnar liðu. Gummi skrifaði eitthvað á blað. Af hverju var hann ekki búinn að biðja mig um ökuskírteinið? Jæja það skipti nú ekki máli hann ætlaði sko ekki að koma nálægt honum á næsta fótboltamóti. Hann hrökk við þegar Gummi stóð upp og opnaði hurðina fyrir honum aftur. Þegar hann stóð upp úr bílnum rétti Gummi honum samanbrotið blað. Jón hrifsaði það úr höndunum á honum. Gummi sagði honum að setjast í bílinn og fara, hann settist sjálfur í lögreglubílinn og gerði sig líklegan að fara. Jón settist upp í bílinn sinn og opnaði blaðið. Það var þó engin sekt. Hvað var þetta? Einhver brandari eða? Jón byrjaði að lesa: Sæll jón Jón sneri sér við og sá lögreglubílinn keyra í burtu. Jón starði á eftir honum. 15 mínútum síðar startaði hann bílnum og keyrði af stað, hægt. Hann bað í huganum um fyrirgefningu og faðmaði konuna sína og börnin þegar hann kom heim. Skrifað af Karl Einar Flettingar í dag: 53 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 568 Gestir í gær: 31 Samtals flettingar: 299593 Samtals gestir: 44779 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:57:49 |
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is