Ferðaðist vítt og breytt um landið og svindlaði á bílprófum fyrir aðra
VísirErlent25. mars 2013 21:54
Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Norðmenn hafa töluverðar áhyggjur af vaxandi svindli í bílprófum þar í landi meðal annars þegar í ljós kom að þrítugur karlmaður hafði ferðast vítt og breytt um landið til þess eins að taka ökupróf fyrir fólk.
Það er Aftenposten sem greinir frá málinu en þar kemur fram að karlmaðurinn hafi vísað fölsuðum skilríkjum og svo tekið prófið. Þetta hafi hann gert að minnsta kosti þrisvar sinnum og hefur nú verið dæmdur fyrir að villa á sér heimildir.
Þá séu einnig til dæmi um að einstaklingar svindli með aðstoð tækninnar. Til þess að sporna við þessum vanda eru prófin tekin upp á eftirlitsmyndavél auk þess sem persónuskilríki eru könnuð ítarlega.