Fyrst fólk fer á annað borð út í ófærðina þá þar að aka eftir aðstæðum og hafa gott bil á milli bíla. Sýnist það hafa ekki verið gert í þessu tilfelli.
20 bíla árekstur í Fossvoginum
Árekstur 20 bíla varð á Hafnarfjarðarvegi, við Fossvog, skömmu eftir klukkan hálfellefu í morgun. Tveir tækjabílar og sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á leiðinni á vettvang, en einhver slys urðu á fólki.
Ekki er vitað hvort einhver slasaðist alvarlega.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við umferðartöfum á þessum slóðum næstu tvær klukkustundirnar af þessum sökum.
Margir hafa fest bíla sína á Hafnarfjarðarveginum og þarna er "gríðarlegt öngþveiti" samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.
mbl.is í morgun