06.07.2011 10:29

Fjöldi banaslysa

Athygglisverðar fréttir og nú er spurningin hvort að ökunám svíanna sér skila sér í þessum tölum..

Banaslysin hafa ekki verið færri í 60 ár

Þýska hagstofan segir að 3.648 hafi látist í umferðarslysum í fyrra. Ekki hafa jafn fáir látist í umferðinni í Þýskalandi frá því mælingar hófust fyrir 60 árum.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í fyrra voru skráð 2,4 milljónir umferðarslysa á þýskum vegum, en slysin hafa ekki verið fleiri í 11 ár.

Árið 1970 var mannskæðasta árið á þýskum vegum. Þá létust 21.332 í umferðinni. (mbl.is)

Mun fleiri deyja í umferðinni Svíþjóð fyrstu sex mánuði ársins.

147 manns létu lífið í umferðarslysum í Svíþjóð fyrstu sex mánuði ársins. Það eru tæplega þrjátíu prósentum fleiri en á sama tímabili í fyrra.

23 gangandi vegfarendur, 83 ökumenn eða farþegar í bílum og 21 á mótorhjólum létust á tímabilinu. Umferð hefur aukist um rúm tvö prósent á þjóðvegum landsins á þessu ári. Þá á eftir að draga frá sjálfsmorð, en þau voru þrjátíu talsins í umferðinni í fyrra. Að öðru leyti hafa yfirvöld ekki skýringar á muninum. (fréttablaðið)

Flettingar í dag: 392
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 568
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 299932
Samtals gestir: 44828
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:06:11

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar

Eldra efni