05.07.2011 21:55

Nýtt ökuskírteini.

Sláandi frétt sem gæti verið um hvern sem er!!!!!

Fékk ökuskírteini þremur dögum áður en hann olli umferðarslysi
Vísir Innlent 05. júlí 2011 10:39
Áreksturinn var harður. Kona á fertugsaldri liggur á gjörgæslu eftir slysið.

Áreksturinn var harður. Kona á fertugsaldri liggur á gjörgæslu eftir slysið. Mynd Villi
Það var sautján ára ökumaður sem olli slysi við Gullinbrú í Grafarvoginum á föstudeginum en kona á fertugsaldri liggur þungt haldin á gjörgæslu eftir áreksturinn.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er slysið rakið til hraðaksturs en ökumaðurinn fékk ökuskírteinið sitt þremur dögum fyrir slysið samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Ungi ökumaðurinn var að aka suður Gullinbrú þegar hann missti stjórn á ökutækinu sem fór þá í hliðarskriði yfir á gagnstæða akbraut og lenti framan á bifreið sem ekið var til norðurs.

Fjórir voru fluttir á slysadeild en beita þurfti klippum til þess að ná tveimur farþegum út.

Málið er enn í rannsókn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Flettingar í dag: 392
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 568
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 299932
Samtals gestir: 44828
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:06:11

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar

Eldra efni