
Vistakstur er akstursmáti sem stuðlar að bættu umferðaröryggi en ekki síst eldsneytissparnaði. Með því að læra og temja sér vistakstur má spara allt að
10 - 15 % eldsneyti. Umferðaröryggið felst í því að með vistakstri þarf ökumaðurinn að vera meira vakandi fyrir umhverfi sínu til að ná árangri.
Ég hef sótt námskeið og aflað mér kennsluréttinda í vistakstri. Þannig að ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur vistakstur endilega hafið samband.