Ólöglega lagt.
Hef verið að velta því fyrir mér af hverju íslendingar séu svona duglegir að leggja ólöglega. Helst vilja þeir leggja eins nálægt þeim stað sem heimsækja á. En það sætir furðu hvað fólk leggur ólöglega nálægt líkamsræktarstöðvum og fara svo inn og hlaupa jafnvel tugi kílómetra á brettum. Hvernig væri að leggja aðeins lengra frá og líta á það sem upphitun að ganga í stöðina.
Dæmi: tók þessa mynd í morgun við líkamsræktarstöð og sá fitt og flotta frú skokka með skóna sína í stöðina.

Ef þessi bíll væri bíllengdinni aftar þá væri honum rétt lagt og skyggði ekki á gatnamótin.
Hinu megin á horninu var svo þessi upp á gangstétt og á frárein.
