mbl.is/Júlíus Ökumaður bifhjóls var stöðvaður af lögreglu á 181 km hraða á Suðurlandsvegi eftir hádegi í dag. Atvikið átti sér stað á vegakafla á milli hraðaeftirlitsmyndavéla í Ölfusi og ók ökumaðurinn í vesturátt. Hann sinnti strax stöðvunarmerkjum lögreglu og var boðaður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður. Að því loknu var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og var hald lagt á bifhjólið á meðan rannsókn stendur yfir. Í framhaldi verður tekin ákvörðun um það hvort bifhjólið verður gert upptækt. "/>
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is