01.07.2010 09:37Reykjanesbrautin barátta.Það hefur lengi verið barist fyrir úrbótum á brautinni. Þegar Björn Kristjánsson var orðinn þingmaður Gullbringusýslu vildi hann láta gera akveg milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Þar var þá algerlega veglaust nema hestastígur, troðinn á þúsund árum. Þingmenn voru tregir að veita fé í þennan veg. Þá fékk Björn hesta handa öllum þingmönnum, sem áttu þá sæti í fjárveitinganefnd og bauð þeim í skemmtiför til Keflavíkur. En þegar nokkuð var komið út í hraunið dró úr ferðahug gestanna. Þeir óttuðust tjón lífs og lima, ef lengra væri haldið út í þessa ófæru. Þeir sneru við, en veittu fé til að gera veginn (Jónas Jónsson frá Hriflu 1955:5). Eftir að lagningu vegarins lauk tók við eilíf barátta um að halda veginum við en hann vildi grafast niður og verða ein klöpp. Það fór illa með bifreiðarnar sem um hann fóru enda var hann lagður fyrir hestvagna. Þó má segja að þá hafi grunnurinn verið lagður að veginum eins og við þekkjum hann í dag (sbr. Skúli Vigfússon 1956:18). Mynd 3: Suðurnesjavegurinn með Keili í baksýn (Bjarni Guðmarsson 1997a:27). Steypti vegurinn - Keflavíkurvegurinn Keflvíkingar eru vaskir menn og djarfhuga. Nú ættu þeir að senda bíl eftir þingfulltrúa sínum og fjárveitinganefnd og aka með þá á þeim tíma dags, þegar umferð er mest og halda þessum framagestum síðan góða veizlu í höfuðborg Suðurnesja, en skora jafnframt á þá að sýna nú landsföðurslegt lundarlag og lofa að gera versta veg landsins öllum vegum betri með skynsamlegu átaki í nokkrar vikur (Jónas Jónsson frá Hriflu 1955:5). Þann 30. nóvember árið 2000 rákust tvær bifreiðar saman rétt vestan við Kúagerði. Þrír létu lífið, hjón í annarri bifreiðinni og karlmaður í hinni. Lítil stúlka, sem var farþegi í bifreið karlmannsins, slasaðist alvarlega en lifði af. Þau sem fórust áttu öll rætur að rekja til sömu götunnar í Keflavík. Fólk á Suðurnesjunum hafði á þessum tíma fengið miklu meira en nóg vegna þeirra tíðu slysa sem tekið höfðu margan manninn. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut varð til og hreyfing komst á málin: Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut var stofnaður þann 11. desember árið 2000 á fundi á Hótel Keflavík. Á þeim fundi var mér falin formennska í þeim kraftmikla hópi og hef ég sinnt því hlutverki síðan. Frægur borgarafundur var haldinn þann 11. janúar 2001 og var hann í raun upphafið að því starfi sem þetta málefni hefur kallað á (Steinþór Jónsson). Skrifað af Karl Einar Flettingar í dag: 392 Gestir í dag: 50 Flettingar í gær: 568 Gestir í gær: 31 Samtals flettingar: 299932 Samtals gestir: 44828 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:06:11 |
Arney ökukennsla Nafn: Karl Einar ÓskarssonFarsími: 847-2514Tölvupóstfang: arney@arney.isHeimilisfang: Heiðarhorn 3 KeflavíkHeimasími: 423-7873Um: Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is