Mörg slys hafa orðið á Reykjanesbrautinn þó svo að tvöföldun brautarinnar sé staðreynd að miklu leiti. Sjá nánar hér Reykjanesbrautin fyrr og nú. Lokaritgerð í umferðafræðum 2009
Mynd 11: Fjöldi banaslysa og látnir í slysum á Reykjanesbraut (Gunnar Geir Gunnarsson 2009).
Banaslys og slys með eða án meiðsla hafa verið tíð á Reykjanesbrautinni í gegnum árin. Þó eru ekki til kerfisbundnar skráðar heimildir svo vitað sé um slys almennt til 1966. Heimildir eru hins vegar til um banaslys allt frá árinu 1966 eins og komið hefur fram. Á töflunni hér fyrir ofan má sjá fjölda banaslysa á Reykjanesbraut allt frá árinu 1966 til ársins 2006.
Frá árinu 1999 er til nákvæm skráning slysa og umferðaróhappa þar sem fram koma ástæður slysanna og aðstæður á vegi. Samtals urðu slys og óhöpp á Reykjanesbrautinni 847 á tímabilinu 1999-2008. Slys þar sem fólk lést eða slasaðist voru 438 talsins. Alvarlega slasaðir og látnir voru 57. Þessar tölur sýna að Reykjanesbrautin tekur sinn toll eins og sjá má á súluritinu hér að neðan:
Mynd 12: Tegundir slysa á Reykjanesbraut eftir alvarleika þeirra á árunum 1999-2008 (Gunnar Geir Gunnarsson 2009).