
Ég vil minn þá einstaklinga sem eru með nema í æfingaaksti að á herðum þeirra hvílir mikil ábyrgð. Undanfarið hef ég séð nokkur atvik sem ég vil benda leiðbeinendum á að betur má fara.
1. Minna látlaust á að gefa stefnuljós og gera það einnig sjálfir.
2. Muna að neysla matvæla undir stýri svo og að tala í síma er ekki æskileg.
3. Fara réttu megin út úr einstefnugötu, hægra megin þegar farið er til hægri og öfugt.
4. Halda réttum hraða ekki aka yfir hámarkshraða.
5. Nema alveg staðar á stöðvunarskyldu.
Þetta eru þau atriði sem ég hef oftast séð.
Munum að leiðbeinandinn er ökumaðurinn og ræður ferðinni.