11.04.2010 10:02

Þingáligtunartillaga.

Á næstu dögum mun ég taka það sem mér finnst áhugavert út úr þingsályktunartillögu um ný umferðarlög og vona ég lesendur góðir að þið skrifið einnig athugasemdir við færslurnar. Fyrst tek ég fyrir 45 grein en hún fjallar um ölvunarakstur. Hér er áfengismagnið minnkað en ég vildi sjá 0 þarna. En mér var bent á að sósa, súpa og margt annað inniheldur oft áfengi sem mælist. Þess vegna var ekki farið neðar og eru það rök. En næst síðasta málsgreinin er alveg út í hött. Ef hjólreiðarmaður eða reiðmaður getur stunið upp já ég er hæfur til að gera þetta örugglega þá er hann hæfur! Hverslags bull er þetta. Hvað finnst ykkur um þetta.



45. gr.
Bann við ölvunarakstri.

    Enginn má stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum áfengis.
    Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,20%, en er minna en 1,20%, eða vínandamagn í lofti sem hann andar frá sér nemur 0,1 milligrammi í lítra lofts, en er minna en 0,60 milligrömm, eða ökumaður er undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans eða útöndun sé minna telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega.
    Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20% eða meira eða vínandamagn í lofti sem hann andar frá sér nemur 0,60 milligrömmum í lítra lofts eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki.
    Nú hefur ökumaður neytt áfengis við akstur eða fyrir hann þannig að vínandamagn í blóði hækkar eftir að akstri lauk, og skal þá litið svo á sem hið aukna vínandamagn hafi verið í blóði hans við aksturinn.
    Það leysir ökumann ekki undan sök þótt hann ætli vínandamagn minna en um ræðir í 2. og 3. mgr.
    Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega.
    Eigi má fela manni í því ástandi sem að framan greinir stjórn ökutækis.

Flettingar í dag: 392
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 568
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 299932
Samtals gestir: 44828
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:06:11

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar

Eldra efni