
Merki þetta má nota til að vara við stað þar sem miklir sviptivindar eru tíðir.
Nú er spáð vonsku veðri víða á landinu og þá eru akstursskilyrði oftast slæm. Þá er vert að hafa í huga hvort ekki sé best að fresta för eða skipuleggja þannig að tíminn sé nægur. Aftanívagnar og annar tengibúnaður er varasamur við þessar aðstæður. Endilega farið varlega eða farið ekki neitt uns veður lægir.
Oft er betra heima setið en af stað farið.