
Banaslys vegna hálku?
Eins og meðfylgjandi frétt ber með sér varð alvarlegt slys þar sem ástæða þykir til að nefna hálku. Hálka er stórvarasöm og verða menn að miða hraða eftir aðstæðum. Búnaður bifreiða verður að vera góður til vetraraksturs. En fyrst og fremst að muna að aka eftir aðstæðum en þannig aukum við líkurnar á því að koma heil heim.
Ökum ætíð varnarakstur.
Votta ég aðstandum mína dýpstu samúð.
Banaslys á Hafnarfjarðarvegi
Tveir eru látnir eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi á móts við Arnarnesbrú um kl. 10 í morgun en þar skullu tveir bílar saman. Mikil hálka var á veginum þegar þetta gerðist.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þrír fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús, ökumaður annars bílsins og ökumaður og farþegi úr hinum bílnum. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir látnir og sá þriðji er alvarlega slasaður.
Lokað var fyrir umferð á Hafnarfjarðarvegi í báðar áttir í kjölfar slyssins.
mbl.is