
Þeir nemendur sem hefja ökunám 1 janúar 2010 eða síðar skulu samkvæmt eftirfarandi breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini.
Umsækjandi, sem hefur ökunám frá og með 1. janúar 2010 fyrir flokk B og hefur ekki áður haft ökuskírteini fyrir þann flokk, skal æfa akstur í ökugerði, sbr. X. viðauka, og í samræmi við ákvæði í námskrá eða í skrikvagni (skidcar) í samræmi við ákvæði í námskrá.
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/591-2009
Á þessi breyting að koma inn sem ökuskóli 3 og er það hrein viðbót við ökunámið sem er til bóta þar sem nemar fá að kynnast því á áþreifanlegan hátt hvernig bifreið getur látið í hálku.
Skrikvagn er hjólabúnaður sem settur er undir venjulegan bíl og með honum má lyfta bílnum lítillega upp svo að veggrip minnkar og þannig má með ákveðnum æfingum auka skilning á akstri við erfiðar aðstæður t.d.í hálku, bleytu eða lausamöl. Vagnarnir verða því góð viðbót í námi ungra ökumanna auk þess sem þá má nýta í ýmis önnur verkefni. Skrikvagnarnir verða notaðir um allt land og verður annar vagninn á ferð um landið í færanlegu forvarnarhúsi.(sjova.is)