
Víkurfréttir | 3. desember 2009 | 17:35:37
Hálka leikur ökumenn grátt
Hálka hefur leikið Suðurnesjamenn grátt í umferðinni í dag. Tvívegis hafa bifreiðar hafnað á ljósastraurum við Reykjanesbraut og þá hafa verið pústrar innanbæjar í Reykjanesbæ. Vegagerðin varaði í morgun við flughálku á Grindavíkurvegi en skyndilegt frost í morgunsárið varð til þess að vegurinn varð sem gler. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki en eignatjón er nokkuð.
Ökumenn góðir nú gildir það eitt að aka bara hægar. Máltækið segi KEMST ÞÓ HÆGT FARI! höfum þessi orð í hávegum og ökum af gætni alltaf.