02.12.2009 15:57

Frétt af visir.is

24 ökukennarar útskrifast

 

mynd
Ökukennsla. Mynd úr safni.

Þann 5. desember verða 24 ökukennarar brautskráðir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Nám ökukennara hefur verið á háskólastigi frá árinu 1993 við Kennaraháskóla Íslands.

Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 og er þetta því í fyrsta sinn sem HÍ brautskráir ökukennara. Á tíunda tug síðustu aldar voru um 100 ökukennarar brautskráðir og það sem af er þessari öld verða þeir orðnir um 50.

Ökukennaranám var fært yfir á háskólastig því það þótti brýnt að ökukennarar hlytu bestu kennaramenntun sem völ væri á landinu. Því gerðu samgönguráðuneytið og Kennaraháskólinn með sér samkomulag um að skólinn tæki að sér menntun þessarar kennarastéttar.

Flettingar í dag: 338
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 425
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 359494
Samtals gestir: 50255
Tölur uppfærðar: 31.7.2025 18:18:36

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar

Eldra efni