 |
Vegvísir í strjálbýli - F01.11 |
Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti eða sveitar á merkið, svo og vegnúmer og fjarlægð í km eftir því sem ástæða þykir til. |
 |
Vegvísir án vegnúmers - F01.21 |
Merki þetta má setja við vegamót við ónúmeraðar leiðir.
|
 |
Vegvísir (a) - F03.11 |
Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til.
|
 |
Vegvísir (b) - F03.51 |
Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til. |
 |
Staðarvísir (rauður) - F04.11 |
Merki þetta má setja við vegamót þar sem leið liggur til athyglisverðs staðar, flugvallar, hafnar, opinberrar byggingar eða annars þjónustustaðar. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til. |
 |
Staðartafla - F04.21 |
Merki þetta má setja þar sem leið liggur til staðar sem er sérlega áhugaverður fyrir ferðafólk. Letra skal staðarheiti og fjarlægð í km á merkið. Í stað tákns getur verið teikning af staðnum.° |
 |
Fráreinarvísir (a) - F05.11 |
Merki þetta má setja þar sem frárein byrjar. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. |
 |
Fráreinarvísir (b) - F05.51 |
Merki þetta má setja þar sem frárein byrjar. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. |
 |
Töfluvegvísir (a) - F06.11 |
Merki þetta má setja við vegamót, einkum þar sem akreinar eru fleiri en ein. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri |
 |
Töfluvegvísir (b) - F06.51 |
Merki þetta má setja við vegamót, einkum þar sem akreinar eru fleiri en ein. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri |
 |
Leiðavísir - F08.11 |
Merki þessu má koma fyrir yfir vegi nærri vegamótum, t.d. á merkjabrú. Á merkinu skal vera ör fyrir hverja akrein. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á leiðavísi eftir því sem ástæða þykir til. |
 |
Staðarleiðamerki (a) - F09.11 |
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum og sýnir það einfaldaða mynd af þeim. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á. |
 |
Staðarleiðamerki (b) - F09.51 |
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum og sýnir það einfaldaða mynd af þeim. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á. |
 |
Akreinaleiðamerki - F10.11 |
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum til leiðbeiningar ökumönnum um hvaða akrein þeir skuli velja. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á. |
 |
Töfluleiðamerki (a) - F11.11 |
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á. |
 |
Töfluleiðamerki (b) - F11.51 |
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á. |
 |
Staðarvísir (blár) - F12.11 |
Merki þetta má setja við veg til að vísa á tiltekinn stað, svo sem býli. |
 |
Staðarmerki - F12.21 |
Merki þetta má setja upp til að tilgreina heiti staðar, örnefni o.þ.h. |
 |
Götunafn eða vegaheiti - F14.11 |
Merki þetta má setja upp til að tilgreina heiti götu eða vegar. |
 |
Húsnúmer - F14.21 |
Merki þetta má setja upp til að tilgreina húsnúmer |
 |
Vegnúmer - F16.11 |
Merki þetta er sett við veg og tilgreinir númer vegarins í vegakerfinu |
 |
Vegnúmer, leið að vegi - F16.21 |
Merkið er sett við veg sem liggur að vegi með tilgreindu vegnúmeri. |
 |
Ónúmeraður vegur - F16.31 |
Merki þetta (án vegnúmers) er sett við veg sem ekki hefur vegnúmer og er ekki í umsjón Vegagerðarinnar. |
 |
Eyðibýli - F17.11 |
Merki þetta er notað á vegvísa sem vísa á eyðibýli. |
 |
Sýslu- eða sveitarfélagsmerki (stórt) - F18.11 |
Merki þetta má setja við veg á mörkum sýslu eða sveitarfélags. Letra skal nafn sýslu eða sveitarfélags á merkið. Þar má ennfremur setja tákn sýslu eða sveitarfélags (byggðarmerki) í réttum litum ofan við nafn. |
 |
Sýslu- eða sveitarfélagsmerki (lítið) - F18.21 |
Merki þetta má setja við veg á mörkum sýslu eða sveitarfélags. Letra skal nafn sýslu eða sveitarfélags á merkið. Þar má ennfremur setja tákn sýslu eða sveitarfélags (byggðarmerki) í réttum litum ofan við nafn. |
 |
Fjarlægðarmerki (a) - F19.11 |
Merki þetta má setja við veg eftir að komið er fram hjá vegamótum, t.d. á bakhlið leiðamerkis. Efst á merkinu er vegnúmer þess vegar sem ekið er eftir og staðarheiti þar undir. Fyrst er heiti þess staðar sem fjærstur er o.s.frv. |
 |
Fjarlægðarmerki (b) - F19.51 |
Merki þetta má setja við veg eftir að komið er fram hjá vegamótum, t.d. á bakhlið leiðamerkis. Efst á merkinu er vegnúmer þess vegar sem ekið er eftir og staðarheiti þar undir. Fyrst er heiti þess staðar sem fjærstur er o.s.frv. |
 |
Upplýsingatafla - F21.11 |
Merki þetta má setja við veg til nánari upplýsingar fyrir vegfarendur um þjónustu, vegakerfi eða bæjarstæði. |
 |
Töfluvegvísir fyrir hjólreiðastíga - F30.11 |
Merki þetta má setja við stígamót. Letra skal staðarheiti, stígnúmer og fjarlægð í km með einum aukastaf á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri. |
 |
Vegvísir fyrir hjólreiðastíga - F31.11 |
Merki þetta má setja við stígamót. Letra skal staðarheiti, stígnúmer og fjarlægð í km með einum aukastaf á merkið eftir því sem ástæða þykir til. |
Tákn skal vera (a) blátt á hvítum fleti með bláum jaðri eða (b) svart á gulum fleti með svörtum jaðri. Miðað er við að á ( Blátt )höfuðborgarsvæðinu séu merki (a) en annars staðar merki ( Gult ) (b).
>