Færslur: 2012 Nóvember

27.11.2012 17:07

Ótitlað

Mynd úr safni.
Fréttir | 27. nóvember 2012 12:45

Hrina umferðaróhappa í hálkunni

Mörg umferðaróhöpp hafa orðið á Suðurnesjum á undanförnum dögum, sem flest hafa orðið vegna hálku. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi með þeim afleiðingum að hún hafnaði skilti utan vegar. Önnur bifreið hafnaði á kantsteini af sömu sökum og urðu skemmdir á hjólabúnaði hennar.

Á Reykjanesbraut missti ökumaður stjórn á bifreið sinni vegna hálku og hafnaði bifreiðin utan vegar eftir að hafa rekist utan í aðra bifreið. Fjórðu bifreiðinni var ekið á ljósastaur á Grænásvegi. Auk þessa varð minni háttar árekstur í Njarðvík í gær og tilkynnt var til lögreglu um skemmdir á bifreið eftir að ekið hafði verið utan í hana. Sá sem þeim olli lét sig hverfa af vettvangi.

24.11.2012 15:11

Ótitlað

Nú er úti eðal aðstæður fyrir hálku!

Endilega horfa á þetta myndband

23.11.2012 15:24

Ótitlað

Ungir ökumenn undir áhrifum fíkniefna

stækka

AFP

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um tvítugt vegna gruns að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumannanna, kona sem handtekin var í gær, reyndist vera með tóbaksblandað kannabis í bílnum. Við húsleit heima hjá henni fannst meira af tóbaksblönduðu kannabisefni.

Hinn ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, hamaðist á bifreið sinni á plani við Fjölbrautarskólann á Suðurnesjum og ók ítrekað upp á kanta á planinu þar til að hann affelgaði með því annað framdekk bifreiðarinnar. Hann hélt þó áfram að þenja bílinn um stund og láta hann "skransa" á planinu. Maðurinn var kominn út úr bílnum, þegar lögreglan handtók hann og kvaðst ekki hafa ekið. Síðar sá hann svo að sér og viðurkenndi brot sitt.

22.11.2012 22:52

Ótitlað

Ungir ökumenn á réttri leið

Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur fækkað. stækka

Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur fækkað. AFP


linkur á frétt

22.11.2012 22:50

Ótitlað

Drukkin amma með barnabarn í bílnum

stækka

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Þekkt eru dæmi um foreldra sem aka drukknir eða undir áhrifum fíkniefna með börn sín í bílnum. Lætur nærri að slík mál hafi komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu næstum mánaðarlega á síðasta ári.

Fáheyrt er hins vegar að afar og ömmur gerist sek um slíkt dómgreindarleysi, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Í vikunni var kona stöðvuð við umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu, en sú reyndist vera drukkin við stýrið.

Konan var ekki einsömul á ferð því með í för var ólögráða barnabarn hennar. Amman var handtekin og flutt á lögreglustöð, en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu barnsins og barnaverndaryfirvöld jafnframt upplýst um málið.

09.11.2012 23:37

ökuskóli

Námskrá Ökuskóla Suðurnesja fyrir haustið 2012


  • 1
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 622977
Samtals gestir: 123973
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 01:56:52

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar