Færslur: 2012 Apríl

12.04.2012 13:38

Náungakærleikur

Þessi hegðun er óásættanleg hvar er náungakærleikurinn?

Ók rakleiðis af vettvangi slyss

stækka

mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík um ellefuleytið að kvöldi páskadags, sunnudaginn 8. apríl. Þar var svartri BMW-bifreið ekið í veg fyrir bifhjól með þeim afleiðingum að ökumaður þess missti stjórn á hjólinu, ók á vegkant og kastaðist síðan af því. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Bæði ökutækin voru á norðurleið, rétt sunnan Breiðholtsbrautar, þegar slysið varð. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is 

Ökumaður BMW-bifreiðarinnar er sérstaklega hvattur til að gefa sig fram en hann ók rakleiðis af vettvangi.

07.04.2012 22:34

Umferðarmerki

Umferðarmerki fyrir blinda ökumenn !!

Braille Stop Sign for Blind Drivers hi-res pictures

04.04.2012 18:28

Verðbreyting

Frá Frumherja hf.

Ný verðskrá fyrir ökupróf tekur gildi 10 apríl n.k. Breytingin kemur til vegna hækkunar á neysluvísitölu síðustu 12 mánuði og nemur hækkunin 6,4%. Innifalin eru umsýslugjöld US, 800 kr. skrifleg og 1.600 kr. verkleg. 

 
Bóklegt próf fer úr 2.900kr í 3.000 kr

Verklegt próf fer úr 8.000kr ís 8.400kr

Verðskráin tekur gildi þann 10. apríl n.k.

04.04.2012 17:00

Öryggisbelti

Margir óku án bílbeltis

Þótt mikilvægi bílbelta sé flestum ljóst eru enn margir sem hirða ekki um að nota þennan sjálfsagða öryggisbúnað, segir í frétt á vefsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gögn sýna að líkurnar á því að slasast í umferðinni eru margfalt meiri meðal þeirra sem nota ekki bílbelti. Þetta er rifjað upp því í gær og fyrradag stöðvaði lögreglan nokkra tugi ökumanna sem notuðu ekki bílbelti. Hinir sömu eiga 10.000 kr. sekt yfir höfði sér, sem er reyndar aukaatriði. Aðalmálið er að ökumenn spenni alltaf beltin.

 Þrír þessara ökumanna voru jafnframt með barn í bílnum en í öllum tilvikum var öryggisbúnaði þeirra áfátt. Yngsta barnið var í barnabílstól sem var laus í bílnum en ökumaðurinn reyndist ennfremur sviptur ökuleyfi. Bíll hans var kyrrsettur en hinum ökumönnunum tveimur var leyft að halda för sinn áfram eftir að viðeigandi ráðstafanir höfðu verið gerðar. Barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um málin.

04.04.2012 16:38

Ungir ökumenn.

Ungir ökumenn eru að jafnaði sakaðir um að vera þeir vestu í umferðinni
Endilega lesið þessa frétt og sjáið aldurinn á ökumönnunum.

Fimm sviptir ökuréttindum

Frá Suðurgötu. stækka

Frá Suðurgötu.

Fimm ökumenn voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða í gær og fyrradag en þeir voru allir staðnir að hraðakstri á Suðurgötu við Skothúsveg í Reykjavík. Bílar fimmmenninganna mældust á 66-70 km hraða en þarna er 30 km hámarkshraði. Ökumennirnir, fjórir karlar og ein kona, eru á aldrinum 37-62 ára.

  • 1
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 622977
Samtals gestir: 123973
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 01:56:52

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar