Færslur: 2011 Desember

29.12.2011 08:27

Ótitlað

Hreinsið snjóinn af bílunum

Huga þarf vel að börnunum í snjónum og gæta þess að þau séu ekki að ... stækka

Huga þarf vel að börnunum í snjónum og gæta þess að þau séu ekki að leika sér við umferðargötur, að sögn Umferðarstofu. mbl.is/Golli

Mikilvægt að hreinsa vel snjó af þökum bíla Ökumenn eru hvattir til að fara ekki út í umferðina nema ökutækin sé vel búin fyrir vetrarakstur, að sögn Umferðarstofu.

"Það er mikilvægt að hreinsa snjó vel af bílnum en það dugar ekki aðeins að hreinsa af rúðum, speglum og ljósum heldur er einnig mikilvægt að snjór sé hreinsaður af þaki bílsins svo hann renni ekki skyndilega fram á framrúðuna og byrgi ökumanna sýn. Slíkt getur skapað mikla hættu. Best er að nota sóp til þessa verks.

Varúð vegna vetrarleikja barna

Víða á landinu hefur snjóað töluvert og því má gera ráð fyrir að vetrarleikir meðal barna séu vinsælir þessa dagana. Samkvæmt lögreglu er nokkuð um það að börn príli upp á ruðninga og renni sér niður á götur. Slíkt er mjög varasamt og mikilvægt að foreldrar/forráðamenn brýni fyrir börnum sínum að gæta varúðar í leikjum sínum og að leiksvæðin séu valin fjarri umferð."

23.12.2011 10:17

jólakveðja

Gleðileg jól


Kæru nemendur og forráðamenn við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Megi komandi ár verða ykkur farsælt í umfeðinni.

jolasveinar7

Jólakveðjur

Kalli og Anna Pála

17.12.2011 10:40

Eyðublöð

Ný umsóknareyðublöð um ökuskírteini hafa verið lögð fram í samræmi við nýja reglugerð um ökuskírteini. Umsóknarblöðin eru af tveimur gerðum. Annars vegar "umsókn um ökuskírteini" þar sem sótt er um fyrsta ökuskírteini eða bætt við nýjum flokki. Hins vegar "umsókn um endurnýjun, endurveitingu eða skipti á erlendu ökuskírteini". Þá er eldra eyðublað einnig í notkun en það er umsókn um samrit ökuskírteinis. Ákveðið hefur verið að hætta forprentun umsóknareyðublaða en þess í stað að hafa eyðublöðin aðgengileg á vef lögreglunnar (logreglan.is). Ökukennarar og ökuskólar eru hvattir til þess að benda umsækjendum um ökuskírteini að fara á vef lögreglunnar og fylla út umsóknarformið og prenta síðan út, undirrita og afhenda í afgreiðslu sýslumanns, skila mynd og undirrita kennispjald. Síðan fer umsókn sína leið eins og áður til Frumherja ef þörf er á próftöku.

Eyðublað fyrir umsókn um endurnýjun löggildinar ökukennara mun einnig verða aðgengilegt á lögregluvefnum.Eyðublöð eru að finna á vefslóðinni:


http://www.logreglan.is/utgafur_tenglar.asp?cat_id=12
  • 1
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 623018
Samtals gestir: 123975
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 02:28:34

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar