Færslur: 2011 Júlí

15.07.2011 14:25

Ölvunarakstur.

Að aka ölvaður eða undir áhrifum vímuefna er óafsakanleg hegðun.Víkurfréttir | 15. júlí 2011 | 11:40:12

Ölvaður ökumaður ók niður ljósastaur´
Ökumaður grunaður um ölvunarakstur ók niður ljósastaur við á Hafnargötu rétt fyrir klukkan 6 í morgun. Svo virðist sem sem ökumaður hafi ekki einungis ekið ljósastaurinn niður heldur hreinlega ekið yfir staurinn eftir að hann féll í jörðina.

Ökumaður var handtekinn og færður á lögreglustöð.

VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson


06.07.2011 10:29

Fjöldi banaslysa

Athygglisverðar fréttir og nú er spurningin hvort að ökunám svíanna sér skila sér í þessum tölum..

Banaslysin hafa ekki verið færri í 60 ár

Þýska hagstofan segir að 3.648 hafi látist í umferðarslysum í fyrra. Ekki hafa jafn fáir látist í umferðinni í Þýskalandi frá því mælingar hófust fyrir 60 árum.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í fyrra voru skráð 2,4 milljónir umferðarslysa á þýskum vegum, en slysin hafa ekki verið fleiri í 11 ár.

Árið 1970 var mannskæðasta árið á þýskum vegum. Þá létust 21.332 í umferðinni. (mbl.is)

Mun fleiri deyja í umferðinni Svíþjóð fyrstu sex mánuði ársins.

147 manns létu lífið í umferðarslysum í Svíþjóð fyrstu sex mánuði ársins. Það eru tæplega þrjátíu prósentum fleiri en á sama tímabili í fyrra.

23 gangandi vegfarendur, 83 ökumenn eða farþegar í bílum og 21 á mótorhjólum létust á tímabilinu. Umferð hefur aukist um rúm tvö prósent á þjóðvegum landsins á þessu ári. Þá á eftir að draga frá sjálfsmorð, en þau voru þrjátíu talsins í umferðinni í fyrra. Að öðru leyti hafa yfirvöld ekki skýringar á muninum. (fréttablaðið)

05.07.2011 21:55

Nýtt ökuskírteini.

Sláandi frétt sem gæti verið um hvern sem er!!!!!

Fékk ökuskírteini þremur dögum áður en hann olli umferðarslysi
Vísir Innlent 05. júlí 2011 10:39
Áreksturinn var harður. Kona á fertugsaldri liggur á gjörgæslu eftir slysið.

Áreksturinn var harður. Kona á fertugsaldri liggur á gjörgæslu eftir slysið. Mynd Villi
Það var sautján ára ökumaður sem olli slysi við Gullinbrú í Grafarvoginum á föstudeginum en kona á fertugsaldri liggur þungt haldin á gjörgæslu eftir áreksturinn.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er slysið rakið til hraðaksturs en ökumaðurinn fékk ökuskírteinið sitt þremur dögum fyrir slysið samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Ungi ökumaðurinn var að aka suður Gullinbrú þegar hann missti stjórn á ökutækinu sem fór þá í hliðarskriði yfir á gagnstæða akbraut og lenti framan á bifreið sem ekið var til norðurs.

Fjórir voru fluttir á slysadeild en beita þurfti klippum til þess að ná tveimur farþegum út.

Málið er enn í rannsókn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

  • 1
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 622977
Samtals gestir: 123973
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 01:56:52

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar