Færslur: 2010 Júní

29.06.2010 11:44

Reykjanesbrautin

Skemmtileg samantekt af ferð fyrsta bílsins til Keflavíkur. Tekið úr lokaritgerð okkar Elínar og Birgittu.
Sjá nánar hér 
 Reykjanesbrautin fyrr og nú. Lokaritgerð í umferðafræðum 2009

Fyrsta bifreiðin, sem vitað er að fór þessa leið, var fyrsti Fordinn sem kom til Íslands þann 20. júní árið 1913 og fór hann leiðina til Keflavíkur þá um haustið (sbr. Guðlaugur Jónsson 1983:63-65).
11


Fyrsta langferð þeirra félaga í bifreiðinni var til Keflavíkur, og kveðst Sveinn hafa valið þá leið fyrst, af því að honum hafði verið sagt að þar væri vegurinn einna bestur. Það reyndist og rétt vera að öðru leyti en því að krókar miklir voru á honum í hraununum og hættulegir ókunnugum vegfaranda á hraðskreiðu farartæki. [...] Í þessari ferð var bifreiðin fullsetin, því að auk þeirra Sveins og Jóns Sigmundssonar voru þeir með í ferðinni, Björn, bróðir Sveins, Gísli Sveinsson, síðar sendiherra og Baldur Sveinsson, blaðamaður. Allt gekk vel suður eftir en er komið var á Vogastapa á heimleiðinni um kvöldið hætti vél bifreiðarinnar að ganga, höfðu leiðslur stíflast af hinni illa hreinsuðu brennsluolíu (Guðlaugur Jónsson 1983:65).


Samkvæmt frásögninni hér á undan er greinilegt að það var tímafrekt að aka þessa leið. Um haustið 1913, eftir að hvert hraðametið af öðru hafði verið slegið, tókst að fara þessa leið akandi á rétt innan við tveimur klukkustundum. Það þótti nokkuð gott miðað við að ferðalagið hafði áður tekið um átta til tólf klukkustundir (sbr. Bjarni Guðmarsson 1997b:46).

23.06.2010 21:17

ÆfingaaksturÉg vil minn þá einstaklinga sem eru með nema í æfingaaksti að á herðum þeirra hvílir mikil ábyrgð. Undanfarið hef ég séð nokkur atvik sem ég vil benda leiðbeinendum á að betur má fara.

            1. Minna látlaust á að gefa stefnuljós og gera það einnig sjálfir.
            2. Muna að neysla matvæla undir stýri svo og að tala í síma er ekki æskileg.
            3. Fara réttu megin út úr einstefnugötu, hægra megin þegar farið er til hægri og öfugt.
            4. Halda réttum hraða ekki aka yfir hámarkshraða.
            5. Nema alveg staðar á stöðvunarskyldu.

Þetta eru þau atriði sem ég hef oftast séð.

Munum að leiðbeinandinn er ökumaðurinn og ræður ferðinni.

15.06.2010 06:43

Umferðarmerki ekki virt.
Allur akstur bannaður

Merki þetta ber að nota þar sem umferð hvers konar ökutækja er bönnuð í báðar akstursáttir.
Vinnureglur um notkun:
Merki þetta ber að nota þar sem bannsvæði byrjar. Jafnframt er heimilt að setja merkið við upphaf tengivegar eða á leið að viðkomandi vegi.
 
Á Nikkel svæðinu er merki sem bannar allan akstur um veg og er sú regla þverbrotinn. Ég hef verið að fylgjast með því hvernig ökumenn þverbjóta bann um að allur akstur sé bannaðu. Það á jafnt við atvinnubílstjóra á stórum vörubílum sem einstaklingar á einkabílum.

Virðum merkin þau eru sett upp okkur til heilla.

05.06.2010 06:59

Askan

Í gær , dag og næstu daga má búast við öskufoki hér á suðurnesjum. Fínt lag af ösku leggst á götur og stræti bæjarins og myndar fína húð. Þegar þessi húð svo blotnar í næstu rigningu þá verkar hún eins og hálka. Endilega skolið dekkin vel næst þegar þið þrífið bílinn ykkar.
Askan er hál í bleytu.

mynd víkurfréttir

  • 1
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 622977
Samtals gestir: 123973
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 01:56:52

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar