Færslur: 2010 Febrúar

28.02.2010 11:44

Stæði fyrir fatlaða.Bifreiðastæði fyrir fatlaða
Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu er ætlað fötluðum. Einnig er heimilt að nota merki D01.11 með undirmerki J11.11 .

Var að lesa áhugavert blogg hjá Ómari Ragnarssyni endilega skoðið það.

REGLUGERÐ um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, nr. 369/2000  sbr. rg. 592/2002, gildist. 23.7.2002

1. gr.

Stæðiskort fyrir hreyfihamlaða veitir, í sambandi við flutning á þeim sem fengið hefur slíkt kort útgefið, heimild til að leggja ökutæki hvar sem er á landinu í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt er með þar til gerðu umferðarmerki.

14.02.2010 10:59

Unglingaakstur

Víkuréttir | 14. febrúar 2010

Þrettán ára pjakkur ók greitt og braut umferðarreglur

Mbl.is / 10.2.2010

15 ára ökumaður flúði undan lögreglu.


Mbl.is / 28.7.2009

15 ára keyrir ölvaður.

Spurning til okkar foreldra og forráðamanna.

Fjöldinn allur af atvikum sem fyrr er lýst henda ár hvert. Er ekki kominn tími til að við sem teljum okkur komin til vits og ára förum nú að skoða hvar við geymum lyklana af bifreiðum okkar. Það er algerlega óásættanlegt að tilfelli sem þessi geti gerst. Það að krakkar sem ekki hafi hlotið til þess þjálfun hjá ökukennara aki um götur og þjóðvegi þessa lands hvort sem þau eru einsömul eða undir eftirliti foreldra eða forráðamanna.

Leifum börnunum ekki að aka fyrr en þau hafa til þess fullt leyfi.08.02.2010 22:21

myndband

Sá á youtube frábært myndband frá Slóðavinum um öryggisbúnað hjólamanns endilega skoðið það.
Sjá nánar hér
Slóðavinir

03.02.2010 21:18

Kennslumyndband

Við félagarnir Hallgrimur Gunnarsson 899 9649
og Karl Einar Óskarsson ökukennarar höfum ákveðið að setja lokaverkefnið okkar á netið svo það megi stuðla að auknu umferðaröryggi meðal hjólafólks. Myndbandið er lokaverkefni okkar félaga í ökukennaranámi við Háskóla Íslands. Það er von okkar að þið njótið og lærið. Myndbandi má fá í fullum gæðum gegn vægu gjaldi með því að hafa samband við fyrrnefnda ökukennara.
Myndbandið má finna undir síðuheitinu myndbönd.
(skoða mynband hér)

  • 1
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 622977
Samtals gestir: 123973
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 01:56:52

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar