Færslur: 2010 Janúar

29.01.2010 19:02

Slæmir vegir.



Ósléttur vegur - A20.11
Merki þetta má nota áður en komið er að vegarkafla þar sem miklar ójöfnur eru á yfirborði akbrautar.

Var að skoða myndir á netinu og sá þar marga slæma og varhugaverða vegi.

 
Þetta er íslenskur vegur en þó mjög slæmur.


Þetta er þjóðbraut í Rússlandi.
http://www.ssqq.com/ARCHIVE/vinlin27c.htm

Boðskapurinn er sá farið ekki inn á svona vegi því það er ávísun á leiðindi og aftur leiðindi fyrir vegfarandann og veginn sjálfann.

21.01.2010 11:43

Slæmt veður.



Merki þetta má nota til að vara við stað þar sem miklir sviptivindar eru tíðir.

Nú er spáð vonsku veðri víða á landinu og þá eru akstursskilyrði oftast slæm. Þá er vert að hafa í huga hvort ekki sé best að fresta för eða skipuleggja þannig að tíminn sé nægur. Aftanívagnar og annar tengibúnaður er varasamur við þessar aðstæður. Endilega farið varlega eða farið ekki neitt uns veður lægir.

Oft er betra heima setið en af stað farið.

16.01.2010 07:41

Framúrakstur bannaður!


Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að
 
aka fram úr öðrum vélknúnum ökutækjum en tvíhjóla.

Það má taka fram úr reiðhjóli og mótorhjóli. Skynsemin segir að það sé gáfulegt að hafa þetta svona þar sem að reiðhjól er í skilningi umferðarlaganna ökutæki. Og færa má rök fyrir því að ekki sé sniðugt að negla niður á 90 km götu til að fara ekki fram úr reiðhjólinu.

08.01.2010 14:42

Skinsemin ræður.

Mikið virði ég þennan gamla mann sem skilaði ökuskírteininu sínu um daginn. Fréttina má lesa hér.Skilaði ökuskírtein

08.01.2010 07:17

Rafgeymar

Að gefa start.
Nú þegar frostið bítur á vetrarmánuðum þarf oft að gefa straum milli bifreiða. Það eitt getur verið varasamt og jafnvel hættulegt. Á vef FIB er góð lýsing á hvernig rétt sé að gefa straum svo öruggt sé.
http://fib.is/?FID=2375

04.01.2010 22:06

Ökuskírteini

Fékk lánað þetta skemmtilega ökuskírteini nr 5 útgefið í Hafnarfirði 7 desember 1917.





04.01.2010 07:34

Stefnuljós

Stefnuljós eru notuð til að gefa öðrum vegfarendum til kynna um fyrirhugaða stefnubreytingu. Notkun stefnuljósa er kjörin leið til að auðvelda og greiða úr umferð.


Leið aðalbrautar á vegamótum

Hér segir skynsemin okkur að gefa stefnuljós hvort sem maður fer til hægri eða vinstri þó svo að um aðalbraut sé að ræða því það greiðir umferð hjá þeim er inn á veg ætla að aka.

Munið að stefnuljós eru ekki aukabúnaður á bílum.

Notum stefnuljósin!!!!

  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 28
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 165126
Samtals gestir: 25404
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 07:02:19

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar