Færslur: 2009 Desember

22.12.2009 21:57

JólakveðjaKæru ættingjar, vinir og aðrir landsmenn við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Það er von okkar að nýtt ár gefi okkur slysalaust umferðarár.

Karl Einar, Anna Pálína, Sveinbjörg Anna, Þórhallur og Árni Vigfús.

18.12.2009 12:31

Hálka


Banaslys vegna hálku? 

Eins og meðfylgjandi frétt ber með sér varð alvarlegt slys þar sem ástæða þykir til að nefna hálku. Hálka er stórvarasöm og verða menn að miða hraða eftir aðstæðum. Búnaður bifreiða verður að vera góður til vetraraksturs. En fyrst og fremst að muna að aka eftir aðstæðum en þannig aukum við líkurnar á því að koma heil heim.
Ökum ætíð varnarakstur.

Votta ég aðstandum mína dýpstu samúð.

Banaslys á Hafnarfjarðarvegi

Tveir eru látnir eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi á móts við Arnarnesbrú um kl. 10 í morgun en þar skullu tveir bílar saman. Mikil hálka var á veginum þegar þetta gerðist.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þrír  fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús, ökumaður annars bílsins og ökumaður og farþegi úr hinum bílnum. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir látnir og sá þriðji er alvarlega slasaður.

Lokað var fyrir umferð á Hafnarfjarðarvegi í  báðar áttir í kjölfar slyssins.
mbl.is

15.12.2009 06:53

Endurskinsmerki


Las þessa athyglisverðu grein a VF.is og minni á að skemmdegið er í algreymi.
Forðaði vatnsbyssa banaslysi í kvöld?
Mér er um og ó. Ég var næstum búinn að keyra yfir barn! Ég var að keyra upp Aðalgötuna nú í kvöld,14. desember, rétt fyrir neðan Kasko, þegar lítill drengur kemur hlaupandi út úr myrkrinu frá vinstri. Það sem bjargaði var að ég var á lítilli ferð og hafði séð útundan mér hreyfingu til hægri sem reyndist svo vera annar pjakkur. Báðir voru þeir dökkklæddir og ekki með nein endurskinsmerki.
Bremsurnar voru mjög góðar og ég hafði varan á mér. Það sem hjálpaði mér mikið var að sá sem hljóp fyrir bílinn hélt á einhverskonar gulu priki sem sennilega var vatnsbyssa? Það glampaði á þetta í ljósunum! Þessir samverkandi þættir urðu til þess að ekki er dáið barn og geðveikur afi og ónýt jól fyrir fjölda manns!!!

Þeir hlupu inn í myrkrið en ég sat í sjokki og gat mig hverrgi hreyft. Vil ég skora á foreldra að klæða börnin ljósar og negla á þau endurskinsmerki og kenna þeim hvernig á að haga sér í umferðinni.


Ef foreldrar eru svo slappir að hafa ekki sinnu á þessu, ættu afar og ömmur að geta tekið málið í sínar hendur. Jafnvel kennarar ættu að geta haft auga með þessu.


Óska ykkur öllum gleðilegra og slysalausra jóla.


Pétur Skaptason 

13.12.2009 20:11

ÖlvunaraksturÖlvunarakstur er dauðans alvara. Samkvæmt frétt á mbl.is í morgun má hrósa happi að ekki fór verr. Ekki vill ég hugsa þá hugsun til enda ef kerran hefði verið hópur fólks. Það er skylda okkar við samborgarana að stöðva ölvunarakstur með öllum löglegum ráðum. Það er ekki illa gert gagnvar náunganum að koma í veg fyrir að hann aki ölvaður því við gætum verið að bjarga því að einhverjir alvarlegir hlutir gerist.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/13/tveir_stungu_af/
Göngum fram fyrir skjöldu og stöðvum ölvunarakstur.

11.12.2009 19:21

Jólin og umferðin.Nú líður að jólum og margir á ferð um götur borgar og bæja. Nú er skammdegið í algleymi og aksturs skilyrði hin verstu. Í skammdeginu þurfum við að muna eftir að skafa vel, fylla á rúðuvökvann, hafa ljós hrein og góða skapið í lagi. Munum að með tillitssemi í umferðinni og með bros á vör komumst við heil að jólaborðinu. Gangi ykkur vel kæru ökumenn með brosið á efrivör það kemur okkur langt.

09.12.2009 18:12

Skrikvagn og ökugerði.


Þeir nemendur sem hefja ökunám 1 janúar 2010 eða síðar skulu samkvæmt eftirfarandi breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini.
Umsækjandi, sem hefur ökunám frá og með 1. janúar 2010 fyrir flokk B og hefur ekki áður haft ökuskírteini fyrir þann flokk, skal æfa akstur í ökugerði, sbr. X. viðauka, og í samræmi við ákvæði í námskrá eða í skrikvagni (skidcar) í samræmi við ákvæði í námskrá.
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/591-2009

Á þessi breyting að koma inn sem ökuskóli 3 og er það hrein viðbót við ökunámið sem er til bóta þar sem nemar fá að kynnast því á áþreifanlegan hátt hvernig bifreið getur látið í hálku.

Skrikvagn er hjólabúnaður sem settur er undir venjulegan bíl og með honum má lyfta bílnum lítillega upp svo að veggrip minnkar og þannig má með ákveðnum æfingum auka skilning á akstri við erfiðar aðstæður t.d.í hálku, bleytu eða lausamöl. Vagnarnir verða því góð viðbót í námi ungra ökumanna auk þess sem þá má nýta í ýmis önnur verkefni. Skrikvagnarnir verða notaðir um allt land og verður annar vagninn á ferð um landið í færanlegu forvarnarhúsi.(sjova.is)

09.12.2009 09:27

Hálka

Það er víða hálka á vegum landsins.

Innlent | mbl.is | 9.12.2009 | 07:45

Hálka á vegum á landsbyggðinni

Þó svo að Morgunblaðið vari við hálku á landbyggðinni er oft mikil launhálka inn í borg og bæjum. Þrif á dekkjum við slíkar aðstæður er stór þáttur til að auka veggripið. En fyrst og fremst er að koma okkur aldrei í þær aðstæður að við missum stjórn á bifreiðinni. Varnarakstur heitir það þegar við ökum eftir aðstæðum og að fullri aðgæslu.
Ökum af skynsemi og komum heil heim.

06.12.2009 12:47

ÚtskriftJæja þá er þessum langþráða degi lokið með mikilli gleði. Nú er maður orðinn ökukennari að mennt. Vil ég í því tilefni þakka konu og börnum kærlega fyrir hjálpina, einnig eiga Kristinn bróðir, Ebba systir, Steinþóra mákona og atvinnurekendur mínir þátt í þessu líka takk kærlega öll.
Nú bíður mín það erfiða verkefni skila fullkomlega til tilvonandi nemenda minna að aka bifreið og virða aðra í umferðinni. Þetta verkefni tek ég að mér með miklum spenningi og ætla mér að vinna það á sem faglegasta hátt sem ég best kann.
En kæru vinir farið varlega í umferðinni og virðið aðra því ég vill fá ykkur heil heim.....

03.12.2009 21:28

Launhálka.Víkurfréttir | 3. desember 2009 | 17:35:37

Hálka leikur ökumenn grátt
Hálka hefur leikið Suðurnesjamenn grátt í umferðinni í dag. Tvívegis hafa bifreiðar hafnað á ljósastraurum við Reykjanesbraut og þá hafa verið pústrar innanbæjar í Reykjanesbæ. Vegagerðin varaði í morgun við flughálku á Grindavíkurvegi en skyndilegt frost í morgunsárið varð til þess að vegurinn varð sem gler. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki en eignatjón er nokkuð.

Ökumenn góðir nú gildir það eitt að aka bara hægar. Máltækið segi KEMST ÞÓ HÆGT FARI! höfum þessi orð í hávegum og ökum af gætni alltaf.

 

02.12.2009 15:57

Frétt af visir.is

24 ökukennarar útskrifast

 

mynd
Ökukennsla. Mynd úr safni.

Þann 5. desember verða 24 ökukennarar brautskráðir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Nám ökukennara hefur verið á háskólastigi frá árinu 1993 við Kennaraháskóla Íslands.

Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 og er þetta því í fyrsta sinn sem HÍ brautskráir ökukennara. Á tíunda tug síðustu aldar voru um 100 ökukennarar brautskráðir og það sem af er þessari öld verða þeir orðnir um 50.

Ökukennaranám var fært yfir á háskólastig því það þótti brýnt að ökukennarar hlytu bestu kennaramenntun sem völ væri á landinu. Því gerðu samgönguráðuneytið og Kennaraháskólinn með sér samkomulag um að skólinn tæki að sér menntun þessarar kennarastéttar.

  • 1
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 623018
Samtals gestir: 123975
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 02:28:34

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar